Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 232
232
fáir hafl getað kallazt »fagrir« ásýndura, en raegin-
þorri raanna hafi verið mikil karlmenni bæði að
vexti og afli. Það hafi þótt fagurt, að vera ijós-
hærður, en minnkun að vera skegglaus. Þar er og
um húsbóndarjett bóndans og heirailisstörf hans.
Annar kaflinn er um lyndiseinkunnir karlmanna
og hvernig þeim sje lýst í sögunum. Er þar meðal
annars um blóðhefnd, berserkjaeðli, trú á mátt og
megin, um tilfinningalíf manna, sorg, vináttu, göfug-
lyndi, virðingu fyrir konum o. fl. Þriðji kaflinn er
aptur um kvennþjóðina og lyndiseinkunnir þeirra.
Er þar tekið fram, hve söguritararnir láti niikið af
fegurð margra kvenna og hvern mælikvarða menn
hafi haft fyrir fegurðinni og tignarlegri framgöngu
(dæmi úr sögunum: Hallgerðr, Guðrún Osvífsdóttir,
Helga fagra, Þorgerðr Egilsdóttir, Auðr kona Gísla
Súrssonar, Bergþóra, Unnr djúpúðga).
Fjórði kaflinn er um kvonfang, trúlofanir (fastn-
anir) og brúðkaup. Er þar fyrst skýrt frá, hve
mikið verzlunarsnið hafi verið á kvonfanginu, og að
auður og ættgöfgi hafl ráðið mestu í þeim efnum.
Mönnum hafi ekki verið mikið um, að yngissveinar
og meyjar umgengjust hvort annað að marki áður
en festar fóru fram, og er sýnt fram á, hverjar or-
sakir hafl verið til þess. Þá er um mansöngva og
lýsing áfastnaninni og brullaupinu. Fimmti kaflinn
er aptur um hjúskapinn sjálfan. Er þar fyrst um
sjálfstæði og ráð eiginkvenna innan stokks, og hvern-
ig þær i fjarveru manna sinna stjórna búinu, ráða
vinnuhjú o. s. frv. Þá er um sorg kvenna við frá-
fall manna þeirra, og hve mikið kapp þær leggja át
að koma fram hefndum. Samkvæmt sögunum hafi
hjúskaparlíf flestra hjóna verið farsælt og ánægju-