Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 25
25
kenna messusöng, að þeir gætu orðið prestar. Þó
er sagt, að skóli hafl verið á Hólum á dögum Gott-
slcálks biskups Nikuldssonar (1498—1520). 1507 seldi
Sveinn Þorfinnsson Gottskálki biskupi jörðina Yzta-
Gil i Langadal, fyrir það er biskup veitti honum
staðinn Vesturhópshóla til halds og meðferðar vegna
Jóns sonar hans, »sem þann stað skal hafa til æfin-
legrar eignar, þegar hann verður prestvígður; skal
biskup læra sveininn til prests, og láta hann hafa
af staðarins eign hempuefni og brókarefni árlega,
til þess hann vígist« (Esp. Arb.); en annars má segja,
að það sje alla götu fram yfir siðabót, að eigi er
getið skóla á Hólum, enda mun enginn skóli verið
hafa, svo að skóli gæti heitið. Biskupar allir til
1524 voru útlendir, er eigi voru að staðaldri hjer á
landi, heldur sátu löngum erlendis, en höfðu hjer
umboðstnenn sína, er þeir voru fjarri sjálfir, og
segir það sig sjálft, hve mjög slíkt ástand hefur
valdið því, að biskupar hafi eigi haldið skóla við
biskupsstólinn, nje hirt um menntun klerka eða
manna yfir höfuð.
Hjer við bætist og, að 1494 gekk plágan hin
síðari, er svo var geist, að eptir liana voru einungis
26 prestar í Hólabiskupsdæmi. Það er því Ijóst, að
ástandið, að því er til menntunar kemur, hefur á
þessum tima verið harla búgborið, enda eru engir
fræðimenn nefndir á þessum tíma, nema Einar ábóti
Isleifsson á Munkaþverá (dó 1487) og sonur hans,
Finnbogi ábóti (dó 1532). En urn latínulærdóm hef-
• ur varla verið að tala, enda biskuparnir sjálfir,
sumir hverjir varla aflögufærir i þeim efnum, og
svo munu fleiri hafa verið en Olafur biskup Hjalta-
son, er fyrstur varð biskup á Hólurn í hinum nýja
sið, og var menntavinur, er þetta er haft eptir: