Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 73
73
varð hann biskup að Hólum, og var þá að eins 24^/a
ára gamall. Gísli biskup andaðist 22. júlí 1684, 53
ára að aldri. — (Hist. eccl. III. 548., 725.—730.; Esp.
Árb.; Bp. II. 703.—704.).
21. Einar Þorsteinsson var skólameistari 1656
—1659. Hann var fæddur að Hvammi í Norðurár-
dal 21. febr. 1633, sonur síra Þorsteins Tyríingsson-
ar, er þar var prestur. Hann var fyrst til kennslu
hjá sira Þórði Jónssyni í Ilítardal; síðan var hann
4 ár í Hólaskóla undir hendi Runólfs skólameistara
Jónssonar. 16 ára var hann útskrifaður, og var þá
eitt ár djákni við Reynistaðarklaustur. 1650 fór hann
utan til háskólans, lauk þar prófi i guðfræði 4. apr.
1654, og kom sama ár út aptur; var hann þá fyrst
heyrari á Hólum 2 ár, og síðan skólameistari. 1660
varð hairn prestur að Múla. 1692 varð hann biskup
að Ilólum. Hann dó 9. okt. 1696, 63 ára. — (Hist.
eccl. III. 549.; 736.—739.; Esp. Árb.).
22. SJcúli Þorláksson, biskups, Skúlasonar, sigldi
ungur; var í skóla í Kaupmannahöfn, og svo á há-
skólanum þar. Var síðan skólameistari á Hólum eitt
ár; fjekk Grenjaðarstað 1660, og var þar prófastur.—
(Bp. II. 704.).
23. Þórður ÞorláJcsson, biskups, Skúlasonar, var
skólameistari um 3 ár (1660—1663). Hann var fædd-
ur 14. ág. 1637. Hann nam skólalærdóm í Hóla-
skóla. 1656 fór hann utan, og var 3 árvið háskól-
ann. En er hann kom út 1660, varð hann skóla-
% '
meistari á Hólum. 1663 fór hann utan, og var þá
vetur hinn fyrsta í Kaupmannahöfn, en ferðaðist sið-
an til Wittenbergs á Þýzkalandi, þaðan til Parísar
á Frakklandi, og síðan aptur til Kaupmannahafnar
um Holland og Þýzkaland. 1667 fjekk hann meist-
ara nafnbót. Þá fór hann til Noregs og dvaldi þar