Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 62
62
förum hjá honum. 1707 gekk drepsótt mikií, og
varð eigi skóli hafinn fyr en um jól, og voru 20^
lærisveinar í skólanum, og sumarið eptir varð Magnús
prestur að Grenjaðarstað. Kona hans hjet Guðrún,
af ætt þeirra Guðbrands og Odds biskupa, og áttu
þau 3 börn, er náðu fullorðins aldri. Síra Magnús
dó 1733. — (Hist. eccl. 542.—543.; Esp. Árb.).—
40. Jóhann Gottrup, son Lárusar lögmanns,
gjörðist 1'709 (ætti að vera 1708) skólameistari 1
Skálholti, og var skamma stund við það. — (Esp.
Árb.). —
41. Drepsótt sú, er getið var, eyddi svo Skál-
holtsbiskupsdærni að lærðum mönnum, öðrum en
prestum, að eigi var annars kostur en að skipa
einhvern prestinn skólameistara. Þótti enginn færari
til en síra Jón Halldórsson, prestur í Hítardal og
prófastur á Mýrum, hinn mesti lærdómsmaður, og
fjekk Jón biskup Vídalín hann til að vera skóla-
meistari, þar til er lærðir menn fengjust frá Kaup-
mannahöfn, og var hann skólameistari 2 ár (1708—
1710). Hann var faaidur að Reykholti 6. nóv. 1665.
14 ára fór hann til Olafs skólameistara Jónssonar.
21 árs fór hann til háskólans. 1688 varð hann
heyrari i Skálholtsskóla, og hafði það starf um 4 ár.
1692 varð hann prestur að Hítardal. 1701 varð
hann prófastur. Eptir dauða Jóns biskups Vidalíns
gegndi hann um 2 ár biskupsstörfum, og vildu allir
hann helzt til biskups kjósa. Hann var maður mjög
vel lærður, og hafði jafnan sveina til kennslu heima
hjá sjer, og enda stúdentar fóru til hans til frekara
náms. Á síðari árum sínum tók hann einkum til
að gefa sig við fornfræði og sögu íslands. Hann
var frábær iðjumaður. Hann dó 1736. Sonur hans
annar var Finnur biskup, en hinn síra Vigfús, pró-