Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 68
G8
armaður Guðbrands biskups i biskupsembættinu, og
1624 tók hann að öllu leyti við biskupsstörfum, er
Guðbrandur var orðinn ófær til sökum elli. 1626
var honum einnig boðið að vígja presta, og voru
þeir 4, er hann vígði. Að launum hafði hafði hann
50 jóaohimsdali og afgjald af 7 jörðum Hólakirkju.
Konungur bauð honum að safna hjer fornum ritum
og senda Nikolas Krag, sagnaritara, og hafði hann
fyrir það afgjald af Hallbjarnareyri. Rit hans voru
bæði mörg og merkileg, en merkust eru þó sögurit
hans, og þau rit hans, er miðuðu til að hnekkja ó-
sönnum sögum og lýsingum á Islandi, enda gekk
hann fram eins og hetja, og gaf fyrstur útlending-
um rjetta huginynd um Island, og vakti athygli á
því. Hann var lærðastur allra íslendinga á sínum
dögum, og hefur getið sjer ævaranda orðstír. Eptir
lát Guðbrands biskups skoraðist hann undan bisk-
upskosningu, hvort sem það hefir verið af alvöru
eða ekki; en með því að hann naut meiri virðingar
en vinsældar, tóku Norðlendingar feginshendi afsök-
un hans, og kusu Þórlák Skúlason, ungan og óreynd-
an. Arngrímur var tvíkvæntur; fyrri kona hans
var Sólveig Gunnarsdóttir, og áttu þau 4 börn sam-
an; en 9 börn átti hann með síðari konu sinni, Sig-
ríði Bjarnadóttur;henni kvæntisthann sextugur. Síra
Arngrimur dó 27. júní 1648, áttræður að aldri. (Hist.
eccl. HI. 183.—184.; 443.-449.; Esp. Árb.; Þ. Th.
Landfr. s.).
9 ólafur Jónsson var skólameistari eptir Arn-
grím lærða; hann varð síðan prestur að Miklabæog
prófastur í Hegranesi. (Hist. eccl. III. 184.; Esp.Árb.).
10. Guðmundur 'Einarsson, prests að Útskálum,
Hallgrimssonar, Sveinbjarnarsonar, hafði farið utan
1592 til háskólans. 1595 kom hann út aptur, og"