Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 230
‘230
mönnum, er komu til íslands vestan um haf og vóru
kristnir, einkum niðjum Ketils flatnefs og fleirum
öðrum. Er þar meðal annars sýnt fram á, að nöfn
fjölda Islendinga, einkum landnámsmanna, vóru hreint
og beint keltnesk nöfn, t. d. [Helgi] Bjólan (Beollan),
Brjánn (Brian), Dufan (Dubhan), Dufniall (Dubh Nial
= Njáll svarti), Dufþakr (Dubhthach), [Óláfr] Feilan
(Fealan), Hnokkan (Cnocan), Kaðall (Cathal), Kjal-
lakr (Ceallach), Kjartan (Ceartach), Konall (Conall),
Kormakr (Cormac), Njáll (Niall) o. s. frv. Þetta
sýni, hve straumurinn vestan um haf hafi verið
mikill og öflugur, enda játi Gröndal í ritgerð sinni
»Folketro i Norden« (bls. 90), að hjer um bil helm-
ingur landnámsmanna Islands hafi verið keltneskur
að ætt og uppruna, og Guðbr. Vigfússon segi (í Sturl.,
Prolegom. 184—192), að mikill fjöldi fornkvæða,
eínkum Eddukvæðanna, hafi verið kveðinn fyrir vest-
an haf í byggðum Kelta.
Hjer má ennfremur geta tveggja bóka, er komu
út 1890, úr því að þær komust ekki að í ritsjánni
fyrir það ár. Er önnur þeirra eptir samlanda Beau-
vois’, frakkneskan sagnafræðing, G.-B. de Lagréze
óg er »um ferðir og afrek norrænna þjóða í gamla
og nýja heiminum« (Le Normands dam les deux mon-
des, Paris 1890). Er það allmikið rit, og skiptir höf.
því í 14 kapítula eða þætti. Skýrir þar fyrst frá
trúbrögðum Norðurlandabúa og hver áhrif þau hafl
haft á líf þcirra. Þá er upi stjórnarfar, fóstbræðra-
lag og ýmsa siði og stofnanir, einkum á víkingaöld-
inni, kjör kvenna, völvur o. fl. Því næst kemur
kafli um Ragnar loðbrók, víkingaferðir hans og dauð-
daga. Svo cr sagt frá því, hvernig kristni kom á
Norðurlönd, frá Ólafi Tryggvasyni og Ólafi helga,
og virðist höfundurinn blanda þeim saman og gera
#