Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 114
114
sporðinum niðr undir skipit ok upp á borðit öðrum
megum ok hvelfir svá skipinu at hón ríðr um þver-
an kjölinn ok steypisk svá í kaf, hón er loðin sem
selr ok grá at lit«. — Bók nokkur islenzk heitir
»Physiologus« eða »Bestiarius«, og er rituð á skinn
snemma á 13du öld, að því er Verner Dahlerup
segir, sem hefir gefið út rit þetta með ágætum skýr-
ingum í árbók fornfræðafélagsins 1889. »Bestíaríus«
er nokkurs konar siðfræðisleg eða guðfræðisleg nátt-
úrusaga, þýdd eða til búin upp úr öðrum þess kyns
ritum, og eru myndir dregnar við sérhvern kafla
eða grein. Hinn íslenzki höfundur hefir gert mynd-
irnar flestar eða allar sjálfsagt af eigin hugviti, og
ein af þessum myndum virðist einmitt eiga við þenna.
atburð sem saga Olafs helga segir frá, eða annan
f sams konar: það er margýgur með sporði, höndum
og tveimur mannsfótum (sem raunar ekki kemur
heim við lýsínguna, og enn síður kemur myndin
heim við lýsínguna í Flateyjarbók); hún stendur við
skip, og eru menn á, er tveir hafa árar úti, þrír
hafa exar; allir hafa þeir hjálma á höfðum eða húf-
ur, og allir stara óttaslegnir á skrímslið; einn hefir
lagt það með spjóti í gegn um brjóstið, en margýg-
urinn hefir þá slept skipinu og baðar út höndunum.
Myndin er raunar ekki gerð af mikilli list, en það
er auðséð hvað hún á að tákna, sem er þessi eða
svipaður atburður sem sagan greinir frá; þar á móti
á myndin ekkert við orðin í ritinu sjálfu, sem eru
þessi: »Sirena jarteinir í fegrð raddar sinnar (oc)
sæte krása þeirra, er menn hafa til sælu í heimi
hér, ok gá þess eins ok sofna svo frá góðum verk-
um, en dýrit tekr menn ok fyr fer þeim, þá er þeir
sofna af fagri röddu. Svo farast margir af sællífi
sínu, ef þat eitt vilja gera í heimi hér«. Árin 1305.