Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 139
139
■annarsstaðar i heiminum birtist þeim engu að síður
•ofanjarðar alla nóttina og það sjest glögglega, hvern-
ig hún gengur frá vestri til austurs, en er þó á lopti,
■eins og bæði fornar sögur og menn á vorum dög-
um, sem koma frá þessum löndum, skýra nóglega frá«t
Nú liggja allar eyar kringum Bretland sunnar en svo
að þar sje bjart alla nóttina á sumrin og á Beda því
•eflaust við ísland, en nú dó Beda 735, og er því
staður þessi sönnun fyrirþví, að Irar hafa farið að
venja komur sinar til Islands snemma á 8. öld og flutt
fregnir þaðan til átthaga sinna.
Þar sem Þorvaldur minnist á fornar sagnir um
Island áður en það fannst (bls. 13—16) hefði átt að
geta þess, sem K. Weinhold segir1, að fornmenn
muni hafa hugsað sjer Jötunheima þar sem Island
•er. Hann getur þess, til að einhver hverinn á Is-
landi haíi verið fyrirmynd fyrir katlinum, sem þeir
Þór og Týr sóttu til Hýmis jötuns, enda er hann
nefndur í Hýmiskviðu bæði »lögvellir» (6. er.) og
»hver« (36 er.)2.
Rjett er það hjáÞorvaldi (bls. 15), að þýðingarlaust
Iiefði verið að tína allt til, sem sagt er um Island í
útlendum riddarsögum, rímum og kvæðum, en þó
liefði átt vel við að geta þess, að Island er nefnt í
Niebelungen Lied, því bæði er kvæðið gamalt, frá 12.
•öld, og svo heimsfrægt. ísland (Islant) er látið vera
hjer ríki Brynhildar (Brunhild), annarar aðalkon-
unnar í kvæðinu, og átti hún þar fagran kastala3.
1) Die Polargegenden Europas nach den Vorstellungen
•des deutschen Mittelalters. (Sitzungsber. der Phil. Hist. Cl.
der kaiserl. Akad. der Wissensch. LXVIII. h. Wien. 1871, hls.
783—808).
2) Útgáfa Sv. Grundtvigs. Kmh. 1874.
3) Der Niebelunge Nðt. Herausgeg. von Karl Bartsch. I.
Heipzig. 1870, 418, 476, 550, 580 og 607. er.