Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 23
23
1316 vígði hann til prests Egil djákna Eyjólfsson, er
síðar varð biskup, og var hann þá í fyrstu skipaður
skólameistari á Hólum; hann var þá um 21 árs að
aldri, og var skólameistari til 1320, er hann fór utan
með Auðunni biskupi. En hið sama sumar kom út
síra Jón Koðransson; var hann að Hólum um vet-
urinn og hjelt þar skóia. (Bisk. I. 832., 835.; Hist.
•eccl. n. 192).
Eptir Auðunn biskup varð Lárentius Kálfsson
biskup að Hólum (bisk. 1323—1330). Ljet hann
jafnan, meðan hann var biskup, skóla halda merki-
Jegan; gengu til skóla jafnan 15 eða fleiri. Skóla-
meistara skipaði hann síra Olaf Hjaltason; hafði
Lárentius sjálfur kennt honum í Þingeyraklaustri;
kenndi sira Olafur latínu við skólann. Lárentius
biskup gaf honum Vallastað í Svarfaðardal, segjandi,
að þann stað skyldi æ sá hafa og halda, sem skóla-
meistari væri á Hólum. Skipaði Lárentius hann
skólameistara, þegar er hann var biskup kjörinn,
og ljet þegar halda skóla um veturinn (1322—1323),
áður en hann fór utan um vorið til biskupsvígslu,
og sýnir það, hvilíkan áhuga hann hafði á menntun
manna. Bróðir Arni, sonur Lárentíusar biskups,
kenndi og mörgum. Síra Valþjófur kenndi söng.
Stóð skólinn um daga Lárentíusar biskups með all-
miklum blóma, enda var hann sjálfur maður mjög
vel lærður og bezti kennari. (Bisk. I. 846., 850.,
902.; Hist. eccl. II. 178.;.
Að Egill biskup Eyjólfsson (bisk. 1331—1341),
eptirmaður Lárentiusar, vinur hans og lærisveinn, og
hinn mesti merkismaður, og hafði sjálfur verið skóla-
meistari, hafl fetað í fótspor fyrirrennara sins og
læriföður, og haldið skóla á Hólum, mundi mega
•efalaust telja, þótt þess væri eigi getið. En þess er