Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 85
85
III. Bessastaðaskóli.
Þegar konungur hafði boðið, að Reykjavíkur-
skóli skyldi verða fluttur til Bessastaða, var skólan-
um komið fyrir í steinhúsinu þar á þann hátt, að niðri í
húsinu voru tvö lestrarherbergi (efri bekkur og neðri
bekkur), og borðstofa; uppi á loptinu var hvíluher-
bergi skólasveina. Önnur herbergi hafði brytinn, og
kennarar sitt herbergið hvor. Þegar þessu var þann-
ig skipað, var ekkert hús til handa lector (skóla-
meistara) sjálfum; fjekk hann þá Lambhús til ábúð-
ar, óg bjuggu lectorar þar síðan, meðan skólinnvar
á Bessastöðum. 1807 tók Trampe greifi að láta gjöra
hús á Bessastöðum; en aldrei var þeirri smíð lokið,
og það, sem fuligjört var, var mjög illa af hendi
leyst. Einn kennarinn (Scheving) bjó þar þó ávallt,
en hinir bjuggu á jörðum þar í grendinni (Sv. Eg.
eptir 1834).
8. okt. 1805 setti lector skólann með ræðu á
latínu, og voru þar við staddir Trampe stiptamt-
maður, Geir biskup Vídalín, og aðrir mikils háttar
menn. Lærisveinar er teknir voru i skólann (1805
til 1806), voru 27 að tölu, og var enginn yngri en
17 ára, en hinn elzti 28 ára. Venjulega voru skóla-
piltar 40 á Bessastöðum. Skólaölmusum var fækk-
að (17. maí 1805), svo að þær urðu 24 heilar ölmus-
us, en hver ölmusa ákveðin 40 rdl.; en síðar (29.
apríl 1815) var ölmusan aukin svo, að hún varð
60 rdl.
Eptir konungsboði (17. maí 1805) var skipaður
bryti við Bessastaðaskóla; fjekk hann ölmusur skóla-
sveina, Bessastaði til afgjaldslausrar ábúðar, og 150
rdl. árlega. Sá maður tók að sjer bryta-starfið, er
Árni Jónsson hjet, og bjó þar í grendinni. Matar-
skrá var enginn fyrirskipuð, og leið eigi á löngu,