Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 253
253
:skoðun höfundanna komi í ljós. Mönnum er mest-
megnis lýst með því að segja frá gjörðum þeirra.
Atburðir þeir, er sagt er frá, eru að miklu leyti
samskonar í hvorumtveggju sögunum, t. d. deilur,
víg, er orsakast af afbrýðissemi kvenna, og eptir-
:mál eða hefndir. Hvorirtveggju segja og frá veizl-
um og mannfundum. Sögur Kelta fara líka venju-
lega iila, svo þeiin deilum, er mest snerta hugales-
•endanna, lýkur með skelfingu. Hjá þeim getur líka
á stundum brugðið fyrir næstum voðalegu glensi i
frásögninni, þótt um sorgaratburði sje að ræða.
Frásögn beggja þjóðanna er í einu bæði í sögu-
og sjónleikastýl (episJc-dramatisk). Bæði í sögum Ira
•og Islendinga er greimleg lýsing á stöðvum þeim,
■er viðburðirnir gerast á, og tekið fram, á hverjum
tíma dags þeir hafi gerzt, hvernig veðrið haíi verið
og hvernig menn hafi verið búnir. I sögum Ira er
líka skýrt frá vegum og stigum, er hetjan hafifarið
um, og skýrt frá nöfnum staðanna. En í sögum Is-
lendinga er minna af þess konar, og það eitt talið,
er miðar til þess að gera frásögnina skiljanlegri. í
hvorumtveggju sögunum eru opt kaflar, sem erusam-
tal milli manna. En hin stuttu svör og setningar
í íslenzku sögunum eru miklu hnittnari. Það erekki
•eins mikið afl og fjör í samtölum Ira.
Það er og eptirtektavert, að hvorartveggju sög-
urnar eiga sammerkt í þvi, að vísum er víða skot-
ið inn í frásögnina, og eru þær bæði hjá írum og
Islendingum lagðar þeim mönnum í munn, er sagt er
frá í sögunni. Má telja það vafalaust, að þetta sje
•ekki eintóm tilviljan, heldur hafi Norðurlandabúar
tekið þetta eptir Irum.
Stundum er sagt frá ýmsum einkennilegum
^máviðburðum. sem eru þvi nær alveg eins í