Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 261
261
Brynjólfur biskup Sveinsson sendi Friðriki konungi
þriðja, og er ekki of mikið í lagt, þótt sagt sje, að
varla geti þvílíka konungsgersemi. Er því hvort
tveggja, að bókin er merkilegri en allar aðrar bæk-
ur, enda er betur frá þessari útgáfu gengið en nokk-
ur dæmi hafi til verið áður. í henni er allt hand-
ritið ljósprentað (»fótótýperað«), blað fyrir blað,
svo að menn fá þar sanna imynd handritsins
sjálfs og þurfa ekki framar í það að leita. En gegnt
hverri blaðsíðu af hinum ljósprentaða texta erprent-
aður stafrjettur texti kvæðanna með uppleystum
böndum, og er það sýnt með leturbreyting, er bund-
ið hefur verið. Á undan textanum er langur inn-
gangur um sögu handritsins og nákvæm lýsing á
því í öllum greinum, og aptan við textann er enn-
frernur fjöldi af athugagreinum um þá staði f hand-
ritinu, sem eru ekki fullkomlega skýrir eða að ein-
hverju leyti eru vafasamir. Er bæði í þessum at-
hugagreinum og í innganginum afarmikill fróðleikur
fólginn, og hefurútgef. tekizt að skýra þar margt,
sem áður var óljóst og í þvf efni eigi allsjaldanfar-
ið fram úr og leiðrjett prófessor Bugge, sem áður
hafði gefið þetta handrit út raeð frábærri nákvæmni
og skarpskyggni. Þessi útgáfa hefur fengið mikið
lof í mörgum útlendum tímaritum, enda má með
sanni segja, að hún sje í alla staði prýðilega af
hendi leyst. Auk þess er hún eitthvert hið þarfasta
verk, sem unnið hcfur verið nú um langan aldur í
þarfir norrænna vísinda, því að ef svo óheppilega
ætti til að takast, að þetta eina handrit, sem til er
af Sæmundareddu — hinum dýrasta gimsteini nor-
rænna bókmennta —, skyldi brenna eða farast á
einhvern hátt, þá er með þessari útgáfu sjeð um, að