Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 125
125
Jtumlúngar að þykt, og var nokkuð aí henni geymt
vegna litarins. Þegar skorið var í fiskinn, þá kom
-ekkert blóð úr honum; hann hatði hvorki hreistur
né ugga. Maðurinn gerði uppdrátt, sem eg læt fylgja
.þessu bréfl; hann sagði dýrið hefði verið á stærð
við stærsta hrossskrokk, sem hann hefði séð. Yðar
vinur Thoraas Hooke«. Annað bréf er frá Thomas
Clear til sonar hans, ritað í Drangon við Clonmell,
19. Dec. 1673: »Kæri sonur! Eg skrifaði þér til
í vikunni sem leið, og vona eg þú hafir fengið það
Þréf. Eg legg hér innan í lýsíngu á undarlegum og
óttalegum fiski, sem rak á land í Kerry-héraði á
Irlandi fyrir mánuði í stormi, og þarftú ekki að ef-
ast um að þetta er satt, því eg hefi sjálfur séð nokk-
uð af fiskinum og hefi hjá mér einn af hríngunum
til sýnis, en lýsínguna getur þú séð á blaði þvísem
hér með fylgir; mundu eptir skyldum þínum við
guð og menn, vertu einlægur í hvorutveggja ogguð
leiði þig fyrir alla þá ást sem vinir þínir og vanda-
menn hafa til þín, og er eg þinn heitt elskandi fað-
ir Thomas Clear. Lýsíng á skrímslinu. Þetta skrímsl
náðist við Dingle-I-cosh í Kerryhéraði, og hafði rek-
ið i ofsaveðri í Októbermánuði 1673; það hafði tvö
höfuð, eitt stórt höfuð, en út úr því stóð lítið höfuð
svo sem tvö fet frá stóra höfðinu; það hafði tvö
stór augu, eins og tindiskar á stærð; skrímslið var
hér um bil nítján fet að lengd, stórvaxnara en nokk-
ur hestur, og vaxið eins og þessi mynd sýnir; það
hafði tiu horn á stóra höfðinu, sum sex fet á lengd,
sum átta eða tíu, og eitt ellefu fet; stærsta hornið
var eins digurt og manns-læri, en hið minnsta eins
og úlfliður á manni; þessum hornum veifaði það til
beggja hliða; og sér til varnar hafði það tvö af hin-
um tíu hornum slétt og hál og voru það þau hin