Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 86
86
áður en deilur risu milli hans og skólasveina, er
þeir voru óánægðir með fæðu þá, er hann veitti
þeim. Árið eptir bauð skólastjórnarráðið (16. júni),
að skólinn hefði framvegis sjerstakan bryta, er sæi
piltum fyrir mat og öðrum nauðsynjum, undir um-
sjón lectors, eptir ákveðinni matskrá. Þeir stipt-
amtmaður og biskup sömdu matskrána 27. okt. 1807,
en eigi var eptir henni farið neraa í fyrstunni. Eigi
tókst brytanum betur en svo, að piltar urðu í lok
aprílmánaðar að hverfa burt frá skólanum sökum
vistaskorts, og hafði hann þó í febrúarmánuði feng-
ið 10 rdl. í viðbót við ölrnusu hvers skólasveins.
Var nú starf þetta tekið af Árna Jónssyni, og feng-
ið i hendur Bjarna Halldórssyni. 1808 rændi Gil-
pin hinn enski, sjóvíkingur, fjárhirzlu latidsins, og
urðu þá ekki greiddar nema 16 ölmusur skólasvein-
um. Árið eptir fóru fram óeirðir Jörgensens hjer á
landi; en er hann var burtu farinn, og allt komið í
samt lag, var orðið svo áliðið sumars, að hentugur tími
til matfanga handa skólanum var um liðinn. Urðu
þeir stiptamtmaður og biskup þá að greiða Bjarna
bryta 200 rdl. í kaup. Eptir þetta allt til 1821 ljek
á ýmsu. En margir voru þeir, er eigi vildu sætta
sig við skólakostinn, og lögðu sjer sjálfir til mat.
9. ágúst 1820 samdi Moltke stiptamtmaður nýja mat-
skrá, og gekkst fyrir því, að bryti skyldi framveg-
is njóta ýmissa fleiri hlunninda, og kennararnir
skyldu til skiptis matast með piltum, og varð eptir
það aldrei vistaskortur, og eigi kvörtuðu piltar op-
inberlega um, að þeim væri borinn skemmdur mat-
ur, þó að eigi væru þeir alls kostar ánægðir.
Kennarar voru þrír á Bessastöðum til 1822, en
þá var mælingafræði bætt við kennslugreinirnar, og
reikningslist kennd á visindalegri hátt en áður, og