Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 56
56
við Kaupmannahafnar-háskóla, og varð síðan (1647)
skólameistari eptir Björn Snæbjörnsson, og var skóla-
meistari um 3 ár. 1650 bar svo við, að 30 skóla-
piltar urðu uppvísir að þvi, að hafa um hönd kukl
og hindurvitni; lagði Brynjólfur biskup á þá alvar-
lega skólarefsingu, og voru margir þeirra reknir úr
skóla, en teknir í skólann aptur árið eptir, og var
þetta tiltæki þeirra virt sem bernska og barnaskap-
ur. 1651 varð Þorleifur prestur að Odda, og vigður
skömmu eptir þrettánda, og bar þá svo við, að skóla-
húsið brann af óvarkárni skólasveina. Síra Þorleifur
var mest virður presta um sína daga. Hann var
lengi prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi. 1651
kvæntist hann Sigríði Björnsdóttur, og var sonur
þeirra Björn, er eptirmaður varð föður síns, og síðan
biskup að Hólum (1696—1710). Síra Þorleifur dó
1691, 71 árs að aldri. — (Hist. eccl. III. 530.—531.;
Esp. Árb.). —
31. Gísli FÁnarsson, Pjeturssonar í Vík, Magn-
ússonar, og Kristínar, dóttur síra Grísla Guðbrands-
sonar, hafði lengi verið við háskólann í Kaupmanna-
höfn, og lærði þar stjörnufræði og reikningslist;
fyrir þvi bauð konungur honum (7. apríl 1649), að
hann skyldi kenna »arithmetik« (reikningslist), »geo-
metríu« (mælingarfræði) og »astronomíu« (stjörnu-
fræði) við Skálholtsskóla, og skyldi hann að launum
hafa afgjald af svonefndum Flögujörðum í Skapta-
fellssýslu; og hafði hann þetta starf á hendi fyrst
með heyraraembætti, og síðan með skólameistara-
embætti, en haíin varð skólameistari 1651. Hann
var vel lærður og ágætur kennari, og unnu skóla-
sveinar honum mjög. Svo bar við, að þerna nokk-
ur bar á hann óskírlifi, ogmaðursá, er Guðmundur
hjet, Guðmundsson, og kallaður var »snikkari«, og