Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 3
115
Spánverjar á tveimur minni skipunum kyntu sig
flestir vel, en sumir af mönnum Marteins fóru með
gripdeildir og rændu kindum frá bændum, en hann
tók engan þátt sjálfur í hnupli þeirra. Strandamenn
forðuðust þvi að eiga nokkuð við Martein og skip-
verja hans, en höfðu aptur mikil mök við Spán-
verja á hinum skipunum, og létu þá fá kindur og
ýmislegt smávegis, sem þeir máttu missa, en feingu
hjá þeim brauð og vín í staðinn og ýmislegt annað,
svo sem hamra, axir, járn og striga. Marteini þótti
leitt að einginn skyldi vilja eiga við hann og bað
menn opt að selja sér hitt og þetta fyrir fult verð,
en einginn vildi verða til þess að láta neitt af hendi
rakna við hann.
Yfir höfuð að tala var meinlaust með Spánverj-
um og Strandamönnum um sumarið, en þó er þess
getið, að isienzkur maður hafi rotað einn af mönn-
um Marteins með steinshöggi og sá hann svo um,
að eingin illindi urðu út úr þvi. Strandamenn ein-
hverjir hnupluðu líka einu sinni spiki af hvalshaus
frá Spánverjum í myrkri og þótti þeim fyrir, en þó
var sætzt á málið og feingu Spánverjar tvær ær í
þokkabót. Enn getur séra Olafur á Söndum þess,
að Spánverjar hafi sært konu eina þremur áverkum,
en ekki vita menn nú, hvernig á því hefir staðið.
Þegar komið var fram í miðjan september fóru
Spánverjar að búast til heimferðar ogvoru ferðbún-
ir 20. september. Þennan dag gekk Marteinn skip-
stjóri og nokkrir af skipverjum hans heim til Ár-
ness, yfir Naustvíkurskörð. Marteinn heimtaði sauð
af prestinum, séra Jóni Grímssyni, til ferðarinnar,
og kvazt hann eiga það fyllilega skilið, því hann
hefði enga borgun feingið alt sumarið fyrir hval
þann, er sveitamenn hefðu feingið hjá Spánverjum.
7*