Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 9
121
Ekki er þess getið, að Dýrfirðíngar hafi verið'
sakaðir um víg þetta og voru Spánverjar þó drepn-
ir í Dýrafirði alveg án dóms og laga, en Ara bónda
í Ögri hefir ekki þótt það sæma, því hann lét dóm
gánga á Súðavikurþíngi og voru Spánverjar allir
taldir þar óbótamenn og réttdræpir. Dómur þessi
er nú ekki til, svo menn viti, en 12 menn sátu í
honum og munu þeir einkum hafa stutt ályktun
sína við konúngsbréf það, sem áður er fært til. Auk
þess hafði höfuðsmaðurinn HerlufDaa sent Ara bréf
í sömu átt, en það er líka týnt.
Nú vikur sögunni til þeirra, sem eptir vóru af
liði Marteins. Marteinn sat í Æðey og menn hans
og höfðu eingar sögur af félögum sínum, feingust
þeir við fiskiveiðar og hugðu að hvölum. Ekki var
trútt um að þeir væru djarftækir þar sem faung
voru fyrir og er þess getið að þeir hafi hnuplað
tveimur nautum, meðal annars. Þetta hefir borizt
til Ara bónda og hafa Spánverjar eflaust verið kærð-
ir fyrir honum. Auk þess voru þeir svo djarfir, að
þeir héldu til Ögurs á tveimur bátum og hafa lík-
lega ætlað að ræna hjá Ara, þótt ekki séu til ljós-
ar sagnir um erindi þeirra, en þeir áttu kaldri komu
að fagna til Ögurs, þvi vörn var fyrir og urðu þeir
að fara þaðan snauðir og slyppir og heim aptur til
Æðeyar. Þetta sárnaði Spánverjum og höfðu í hót-
unum við Ara bónda, kváðust þeir skyldu drepa
hann og mynduðu jafnvel til á sjálfum sér með hníf-
um, hvernig þeir ætluðu að drepa hann. Auk þess.
ráku þeir upp óp og vein og sögðu að svo mundi
æpa kona Ara og börn, þegar þeir hefðu drepið.
hann.
Hótanir þessar komu Marteini í koll og mönn-
um hans, því þær bárust til Ara og þótti honum-