Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 12
124
eina menn, en hinir sátu allir inni á baðstofugólff
og höfðu kynt eld fyrir sér; var mönnum nú skipaó
fyrir allar dyr og alla glugga á bænum, en sumir
geingu að húsinu þar sem Marteinn var og skutu
þar inn, hvað eptir annað. Marteinn skaut lítið á
móti eða ekkert, en kallaði út, að hann vissi ekki
svo stórar sakir á sig, að hann ætti skilið að vera
skotinn niður um miðja nótt eða menn hans. Séra
Jón Grímsson varð fyrir svörum og sagði, að þeir
hefðu fyllilega unnið til þess. Marteinn þektí prest
og sagðist kannast við, að hann hefði látið ógna
honum einu sinni, og bað hann að fyrirgefa sérþað
»fyrir Krists skuld«, en aptur sagðist hann eigi hafa
unnið til saka hjá öðrum Islendíngum. Séra Jón
kvazt skyldi fyrirgefa honum og töluðu þeir nú sam-
an um stund á latinu, því Marteinn var vel fær í.
latínu og ýmsir fleiri af Spánverjum. Því næst sneri-.
séra Jón sér að Ara bónda og spurði, hvort hann
vildi gefa Marteini lif. Hann væri tiginn maður,.
enda væri síður hefnda von ef honum væri hlíft.
Ari játaði þvf »glaðlega« og sagði að prestur mætti
segja honum það, en hann yrði að gefa upp vörn
alla og gánga þeim á vald. Marteinn tók þessum
kosti fúslega og rétti út byssu sína, kom svo út sjálf-
ur og stóð á knjánum. Ari bóndi skipaði þremur
mönnum að leiða Martein á burt og gæta hans, en
liðið var orðið svo æst af drápunum og hjó einn til
Marteins með öxi og ætlaði á hálsinn, en höggið kom«
á viðbeinið og varð lítið sár. Marteinn brá við hart
og stökk á fætur og hljóp til sjávar eins og kólff.
væri skotið og út á sjó, þvi hann var syndur manna
bezt. Um þetta leyti lægði storminn og var sett
fram skip að elta Martein. Þegar hann sá það »hafði
hann sig lengra fram á sjó og saung latínu við tón.