Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 49
161
Hann er ekki til nú, svo menn viti. Björná Skarðsá
drepur á fleiri dóma en einn.
íi. Dómsmenn hafa verið tólf, eins og venja
var til, að minsta kosti í öllum stórmálum. Dóms-
menn voru kallaðir »ærlegir« eða »erlegir«, að sínu
levti eins og prestar eru nú kallaðir »velæruverðugir«,
prófastar »háæruverðugir« o. s. frv.
jj. Þ. e. alþíngis. Björn á Skarðsá tekur skýrt
fram, að málið hafl verið »yflrséð« á alþíngi.
kk. »Herradæmið« þ. e. fyrst og fremst höfuðs-
maðurinn; hér er ef til vill líka bent til lög-
mannanna.
11. »Veit eg ei hvað varð því af«. Orð þessi
benda á, að séra Olafur hafi ort kvæðið skömmu
eptir vígin, því honum hefði eflaust verið kunnugt
um, hefði svar verið komið frá höfuðsmanni eða
jafnvel konúngi.
mm. Ekki er að furða þótt Spánverjar hefðu
á orði að hefna sín, önnur eins meðferð og höfð
hafði verið á þeim, en rán og rupl þeirra varð ein-
mitt til þess, að 1616 voru tvö herskip við Island,
eg hafa þeir ef til vill hætt við hefndirnar, þegar
þeir fréttu til þeirra. Björn á Skarðsá segir: »1616
sendi kóng Jakob af Einglandi striðsskip undir ís-
land, til varnar við fiskiduggur þaðan frá landi
móti spönskum og öðrum sjóreifurum. Þeir tóku
tvö reifaraskip fyrir Garði suður. Svo og sendi
kóng Kristján IV. af Danmörk stríðsskip undir ís-
land, til hlífðar kaupskipum og landinu«.
nn. »Fríbýtarar« (fríbitarar, frfbittarar), þ. e.
danska orðið Fribyttere, sjóræníngjar, í íslenzkum
búníngi óvönduðum.
oo. Sjá x. Vatneyrarlag sama sem Vatneyrar-
10