Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 60
172
ið« ná alla leið niður að Hvitá. En nafnið Ölfusá
var ekki látið ná lengra en upp að áamótunum þar
sem Hvítá og Sogið koma saman.
Það er naumast vafamál, að orsökin til þess, að
menn tóku upp á því, að rita Ölves — og þar af leið-
andi: Ölvesá og Ölvesvatn, — hefir verið sú, að þeim
hefir ekki getað dulizf það, að orðið »Ölfus« hlvti
að vera einhver af'bökun. Hafa því viljað færa það
til rjettara máls og gefa þvi merkingu sína, er þeir
hafa ætlað, að standa ætti í sambandi við Ö/uis-nafn,
þó enginn vissi neitt um þann Ölvi, og þó Ölves
verði ekki að rjettu leitt af því nafni. Þess konar
leiðrjettingatilraunir út í bláinn eru ekki sjaldgæf-
ar. En eins og von er til, eru þær oft misheppnað-
ar, þó þær sjeu vel roeintar og viðleitnin, að út-
rýma villum úr málinu, góðra gjalda verð.
Að endingu skal jeg taka það fram, að þó jeg
hafi hugsað mjer breytingasögu orðsins stig fyrir
stig eins og hún er hjer fram sett, þá er ekki mein-
ing mín að fullyrða, að breytingin hafi farið þannig
fram og ekki öðruvísi. Mig skortir þekkingu á forn-
málinu til þess, að jeg geti fullyrt nokkuð um það.
Það er einmitt liklegt að jeg hafi ekki hitt á að-
rekja stig breytingarinnar rjett. En þar af leiðir
okki, að breytingin hafi ekki átt sjer stað. Jeg hcfi
leitazt við að leiða líkur að henni, til að vekja at-
hygli á þessu máli. Tel jeg vist, að þeir, sem bet-
ur kunna, geti sannað það ma’Zfræðislega, ao orðið
Ölfus sje ummyndað úr orðinu Álfós (— Álfsós).