Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 85
197
Hákon í Kömt, en þetta getr verið ónákvæmt orða-
tiltæki, ef til vill sprottið af vísu Guthorms sindra,
er Snorri heimfærir til þessa bardaga, þar sem
stendr, að Hákon hafi rekið »undan allar kindir Ei-
reks brœðr síns«, en óvíst er nema hún eigi í raun-
inni við orustuna við Fræðarberg, þar sem Eyvindr
skáldaspillir getr um »alla arfa Eiríks«. Þaðerþví
als eigi óhugsanlegt, að sumir þeirra Eiríkssona hafi
verið ókomnir vestan um haf, þá er orustan stóð í
Körmt, og faðir þeirra verið enn á lífi, en hvar hann
hefir dvaiið frá því er hann fór úr Norðymbralandi
(nál. 941) til þess er hann kom þangað aptr (948),
verðr lítið sagt um, og eins er hitt óvíst, hvort að
Gunnhildr kona hans og synir þeirra (hinir yng'ri)
hafa alla þá stund verið með honum eða farið austr
til Danmerkr á því tímabili. Sumar sögur láta þau
koma til Danmerkr frá Orkneyjum (Hkr. Fms. I.),
en sumar beint frá Norðymbralandi (Eg., Agr., Fsk.).
Af kvæði Glúms Geirasonar, sem áðr var getið, er
helzt að ráða, að Haraldr gráfeldr hafi verið í vestr-
viking milli 940 og 950, og hefir hann þá líklega
stundum setið í Orkneyjum hjá foreldrum sínum.
Eg. virðist benda til þess, að Arinbjörn hersir hafi
verið kominn tii Noregs fyrir 950 (sbr. F. J.: Eg.
XLVII.), og kann vera, að Eirikr konungr hafi gefið
honum fararleyfi til að vitja eigna sinna, þá er hann
sjálfr sat í Orkneyjum og hafði lítið ríki, og hafi
Arinbjörn slegizt í ferð með Haraldi Eiríkssyni austr
um haf, en Þorsteinn frændi hans Þóruson útvegað
honum landsvist hjá Hákoni konungi. Þeir bræðr
Eirikssynir virðast einnig hafa verið komnir flestir
eða allir austr áðr en faðir þeirra féli, því að eigi
er þess getið í sögum vorum, að neinn þeirra hafi
verið í hinni síðustu orustu hans, og um sama leyti