Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 89
201
(A. S. Chron.) virðist hann hafa komið 948 og hald-
izt þá skamma stund við (til 949 eða 950, smbr.
Florenz. frá Worcester og Simeon frá Durham), en
komið aptr 952, er Norðymbrar höfðu rekið burt
Olaf kvaran, og setið þá að völdum til 954, er hann
var aptr rekinn burt. Þess er hvergi getið, hvar
hann hafi hafzt við árin 950—952, og mætti hugsa
sér, að hann hefði þá farið herferð til Spánar, og
verið þar í »útilegu« einsogÁgr. og »Hist. Norvegiæ«
benda til1, en komizt í mikla mannraun, og ef til
vill fallið í hendr óvina sinna eða orðið á einhvern
hátt viðskila við menn sína, — hafi þeir því haldið
hann dauðan, og flutt þau tíðindi til Gunnhildar og
sona hennar, og hafl þau eptir það haldið til Dan-
merkr og leitað trausts hjá Haraldi blátönn, en
Eiríkr komið aptr til Norðymbralands 952 og haldið
þar völdum í 2 ár. Af bréfi, sem Játvarðr I. (IV.)
Englakonungr (1272—1307) hefir sent Bonifaciusi
páfa VIII. (1294—1303) kynni að mega ráða, að
Eiríkr hefði um tíma komizt til valda í einhverjum
hluta (Suðr-)Skotlands (líklega landinu fyrir sunnan
Firth of Forth, sem ýmist lá til Englands eða Skot-
lands, og Osúlfr var jarl yflr um þær mundir), og
hefir það þá líklega verið á árunum 949—52, þá er
Olafr kvaran virðist hata ráðið fyrir Norðymbralandi.
En þar sem brét þetta er ritað löngu eptir daga
1) Árið 951 er getið um víkinga við Spán, og eptir 962
er neí'ndr Gundered (Gunnröör, Guðröðr), norrænn herkon-
ungr, er téll í herferð á Spáni. og má svo vera, að hann haíi
verið nákominn Eiríki, og sögunum um æfilok þeirra blandað
saman. Sbr. Storm: Krit Bidr. I. 214. og Ann. f. nord. Oldk.
1830—37, 29.—31. bls., þar sem haft er eptir spæuskum ár-
bókum, að Guðröðr (Gundiredus, Gundaredus, Gundericus)
hafi fallið árið 970.