Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 106
218
þessum, einkum Espólín sýslumanni, og hafði hann
þá opt verið að skrifa fyrir hann. En Gisli var,.
eins og kunnugt er, skáldmæltur og allra ólærðra
manna fróðastur i sögu landsins, en fátækur var
Gísli jafnan og búskapur hans erviður. Iíeyrði jeg
þess getið, að þessir fyrtöldu menn, sem allir voru
vel við efni, hefðu opt, er Gísli sat hjá þeim, látið
fiytja heim til hans bjargræði. Einhverju sinni heyrði
jeg sagt, að liðið hefðu þrjár vikur svo einn vetur,
að Gislí kom ekki til Espólíns; en þá kvað Espólín,.
er Glsli kom:
»Sá sem fremur flestum kann,
fögur ljóð að smíða,
góms og temur geirsoddann,
Gísli kemur of sjaldan*.
í Sauðárhreppi, er jeg ólst upp í, var mikió.
iesið af bókum, eptir þvi, sem þá var títt, enda
voru þar þá margir menn gáfaðir og fróðir, svo
sem Sigurður Guðmundsson á Heiði, Skúli Bergþórs-
son á Veðramóti, Bjarni Bjarnason á Meyjarlandi^
Stefán Reykjalín á Ingveldarstöðum, Sölvi Guðmunds-
son á Sauðá, Sigurður í Borgargerði og Sigvaldi.
skáld Jónsson á Sjóarborg. Heyrði jeg opt, er
fundum manna bar saman, svo sem við kirkju, aó
verið var að tala um bækur og efnið í þeim. Er
það all-merkilegt, að af þeim 43 eintökum af Nýj-
um Fjelagsritum, er menn 1845 höfðu skrifað sig
fyrir i Skagafirðinum, voru 12 keypt í Sauðárhreppi,
en þar voru þó búendur eigi 30. Er það einu ein-
taki íleira, en menn höfðu skrifað sig fyrir í báðuna
Skaptafellssýslum, en í Borgarfjarðarsýslu var þá
að eins einn áskrifandi að Fjelagsritunum, og i
Mýrar- og Hnappadalssýslu til samans 10, og geta
þessar tölur, ef til vill, sýnt nokkurn vott um lestr-