Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 124
236
En þá kemur til umtals, það sem hvað vata-
samast er í bragíræðinni; Hvort beygingar-
endingar (og viðskeytti greinirinn) geti stundum,
verið svo þungar, að þær megi skapa hendingar.
Finnur álítur það víst óleyfilegt, eptir því sem ráða
má af orðum hans um vísuna: »Láttu sögur ljóð-
settar« o. s. frv. Til þess að geta svarað þessu,
verður vel að athuga hreimlögmál tungunnar. Það
er þá fyrst að íslenzkan er andstæð því að hrúga
saman mörgum léttum samstöfum, þegar því beyg-
ingar orðanna valda því að svo hlýtur að verða,
þá reynir málið að búa sér til eina hreimþunga
samstöfu úr inum léttu, helzt þeirri er í miðið stend-
ur, svo að hún fær þá aukaheim, t. a. m. góðlegastur
eða jarðarinnar verður í framburði hér um bil:
(—v_>>—wj, því málið vill eigi hata þrjár léttar sam-
stöfur í einu, sbr.: Brosið | þitt er | syndar | innar
| svipur« hjá Steingrími Thorsteinsson, sem er alveg
rétt, því í skáldskap gildir tíðum aukahreimur fyrir
höfuðhreim. Slikar samstöfur geta þá einnig verið
hendingar t. d.:
Lof sé þér um ár og öld
mikli drottinn dýrðarmnar,
dýrðar vil eg minnast þinnar
Valdimar Brifem
og líka
Allt var kyrrt frá utanfjarðaryrMwnz,
einstök vakin bára stundum hrein:
rödd er heyrð í rökkur hálfdimmwnra
J. H.
Eptir þessu getur þá einnig vísuorð eins og
þetta: »þinn | vegleg | astur | vizku | ljómi« haft
réttan fallanda og endingin -astur jafnvel myndað
rím á móti orðinu fastur eða einhverju þvílíku, svo.