Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 14

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 14
14 þessar samgöngubætur hafa í för með sjer, verðum vjer sömu armingj- arnir og hingað til og fleiri og fleiri hrökklast úr landi með þeirri röngu skoðun, að ekki sje hægt að lifa viðunanlegu lífi á Islandi. En sje ekki hægt að lifa góðu lífi á íslandi, þá er það ekki landinu að kenna, heldur samgönguleysinu. Hvers vegna er meira auðmagn í Bandaríkjunum í Ameríku, en í nokkru öðru ríki? Er það af því að landið sje betra en nokkurt annað land? Nei, það eru til lönd, sem eru langt um betri og frjósamari, en samt eru íbúar þeirra hreinustu armingjar í saman- burði við Bandaríkjamenn. Af hverju kemur þetta? Af því að Bandaríkjamenn hafa sjeð betur en nokkur önnur þjóð, hver eru hin fyrstu skilyrði fyrir velmegun hverrar þjóðar, nefniiega greiðar samgöngur. Fyrir því hafa þeir varið meira fje til að efla sam- göngur sínar en nokkur önnur þjóð, og halda því stöðugt áfram. Árið 1893—4 lögðu þeir sporbrautir (hjer um bil eintómar raf- magnsbrautir), sem vóru 2352 kílómetrar að lengd og ganga nú á þeim 5721 vagn. Þetta var nú á einu ári. Og lítum svo á járn- brautir þeirra. Þær námu i.janúar 1895 177,753 enskum mílum eða hjer um bil 280,000 kílómetrum, sem er langt uni meira en allar brautir Norðurálfunnar, og meira að segja liklega meira en allra annarra ríkja í heiminum til samans. Á árunum 1880—90 nam járnbrautagjörð þeirra að meðaltali 8000 kílómetrum á ári. Síðan hefur hún numið hjer um bil 6000 kílóm. um árið. Má nú ekki eins spyrja: Hvers vegna eru íslendingar fátækari en nokkur önnur siðuð þjóð? Og svarið virðist liggja beint við: Af því að hjá engri siðaðri þjóð eru samgöngurnar í öðru eins ólagi og á Islandi. Hættið að safna í sjóvetlinginn, hættið að hrúga peningum í viðlagasjóð, en verjið hverjum eyri, sem mögulegt er án að vera, til þess að bæta samgöngurnar. Því þær eru hið fyrsta lífsskilyrði hverrar þjóðar. Allar aðrar framfarir koma á eptir. Og þau einu samgöngufæri, sem geta fullnægt þörfum nú- tímans, eru eimskip og eimlestir. V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.