Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 40
40 því helmingurinn af þeim börnum, er sýktust, eða 50 °/0, þá dóu nú aðeins 25 °/0, þegar meðal þetta var viðhaft. Frá þessu skýrði hann á læknafundi einum, sem haldinn var í Buda-Pest i septembermán. í haust, og var þessari fregn tekið með miklum fögnuði. Fó voru margir i fyrstu töluvert vantrúaðir á þetta, þvi menn rak minni til tilrauna Koch’s háskóla- kennara i Berlin, þegar hann þóttist hafa uppgötvað því nær óyggjandi meðal við berklasótt, en það lyf reyndist þó við nánari tilraunir þvi miður að koma að litlu haldi. En hjer fór þó nokkuð á annan veg; því lengur sem þetta nýja barnaveikismeðal hefur verið notað, þess betri árangur þykjast menn hafa sjeð af þvi, og mótstöðumönnum þess fækkar því Dr. Roux. dag frá degi. Eptir siðustu skýrslum deyja aðeins 11 °/0 af þeim, sem sýkjast, þar sem meðal þetta er viðhaft. Um sama leyti sem Roux gjörði tilraunir sinar i París, vann Behring háskólakennari í læknisfræði i Berlin í sömu stefnu og komst að hinni sömu niðurstöðu. Hljóta þeir þvi báðir hinn sama veg og sóma af upp- götvun þessari. I stuttu máli skal nú skýrt frá meðalinu og notkun þess. Barna- veikisbakteriur eru ræktaðar í vökva, sem þær þrifast vel i, og þegar þær hafa náð góðum þroska, er vökvanum spýtt inn undir húðina á geitfje eða hestum (hestar hafa reynzt bezt). Dýrið verður nokkuð veikt á eptir, en rjettir þó við aptur. Síðan er innspýtingin endurtekin og verður dýrinu þá minna meint af þvi, og að. siðustu hefur það engin

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.