Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 48
48 Þar lágum við Pjetur í leiðinda-ró og lifið og syndina þráðum, og dagsljósið út til sin augun hans dró, nú átti’ hann að kveðja það bráðum, þvi Pjetur var skrifli, þvi munaði mest, en mjer gáfu læknarnir vonir um frest, þó margt væri bilað i báðum. Við reyndum að stytta’ okkar raunir með því, að rifja’ upp það allt sem við mundum; hver augnabliks skemmtan varð aptur sem ný frá æfinnar glöðustu stundum. Þó smátt væri nokkuð um nægtirnar þar, við nutum þess saman það lítið það var, og eins konar bræðralag bundum. Við vorum um lifið og leguna’ að spá, hve lengi hann myndi nú hjara, og hvort hún ei dignaði dirfskan hans þá, er dauðanum ætti’ hann að svara; en hann hafði litið þær helgreipar fyr og horft á þær opnar, þær kolsvörtu dyr, þar inn kvaðst hann óhræddur fara. Pvi Pjetur á Dybböl um eldganginn óð, svo allur varð blóðrokinn skallinn, og sveitin, sem áður þar umhverfis stóð, var annaðhvort sár eða fallin; og þegar að dauðinn með þrymjandi raust úr þjóðversku fallbyssukjöptunum brauzt, þá kynntist hann Pjetur við kallinn. Og eilifa sælu og eilífa kvöl og almættið saman við bárum; oss fannst, er þeir heilögu horfðu’ á vort böl, þeir hlytu að fljóta i tárum: að sjá okkur slöngvað til Helvítis heim og hrökklað um eilífð á glóðunum þeim af Satan og öllum hans árurn. Hún ægði’ ekki Pjetri sú andskota þröng, sú úttroðna kristninnar vofa; hann óskaði’ ei heldur í eilífum söng sinn ókunna drottin að lofa; hann kvaðst hvorki fagna nje kvíða við því, hann kvaðst ekki trúa’, að hann vaknaði’ á ný, og gott væri sjúkum að sofa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.