Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 65

Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 65
65 má segja um það, að »lítið er ungs manns gaman«; en eigi er þetta i raun og veru eins saklaust gaman og margur hyggur. Má að vísu segja að lif þetta sje glæsilegt og örvandi að ýmsu leyti, en hjer sem optar verður sú raunin á, að að baki stórbæjarglysinu felst stórbæjarlauslætið. Eigi rjenar umferðin stórum, þótt rökkva taki, en hamskiptum tekur strætalifið um það bil. Pykir eigi uggvænt fyrir kvennfólk, sízt ungar stúlkur og friðar sýnum, að vera mikið á ferli um þessar mundir, »því margt býr i þokunni«.. Fari svo, að þær eigi biýmt erindi úti við, þykir þjóðráð að gefa það til kynna með því að bera i höndum sjer böggla og pinkla og greiða sporið eptir megni; má þá vera að þær sleppi óáreittar. Nú» er slæpingjaliðið aptur komið á kreik og eru margir þeirra örir i kolli. Hefja þeir nú fyrst dagsverk sitt, en það er i þvi innifalið, að þeir ginna konur til fylgdar við sig; virðist svo sem þeim eigi fyrri en um þetta leyti dags verði að fullu ljós sannindi hins forn- kveðna, að »það er eigi gott að maðurinn sje einn«. Beita þeir til þessa starfs öllum klækjum sinum og brellum og leggja snörur sínar með hinni mestu varmennsku og undirhyggju. Verður mörgum kvennmanninum á, þótt hálfnauðugt sje, að veita þeim blíðu sína, og hafa margar þeirra eptir á mátt naga sig í handarbökin fyrir ljettúð sína, sem opt og tíðum eigi er af öðra sprottin en forvitni og nýjungagirni. Jafnframt því, að siðprýðiskvennfólki fækkar á strætunum, eykst umferðin af öðrum kvennsniptum, er tínast fram á sjónarsviðið i ljósa- skiptunum og leggja veiðibrellur sínar fyrir unga menn. Eru þær á ýmsum aldri og ólikar ásýndum, en í ýmsu eiga þær sammerkt. Flestar eru þær svo skreyttar og skafnar upp, að taka mætti þær fyrir hefðar- konur, ef eigi væru augnatillit þau og frekjubros, er þær kasta óspart til þeirra, er framhjá ganga. Allar eru þær óbragðlegar ásýndum af litar- efnum þeim, er þær rjóða í andlit sjer til þess að lita blómlega út. Gefi menn sig á tal við konur þessar, eru þær, eins og líklegt má þykja, viðmótsblíðar og kumpáulegar, en brátt verða menn þess jafnframt varir, að þær eru ófyrirleitnar og láta sjer eigi allt fyrir brjósti brenna. Smátt og smátt tínast menn af strætunum, og er á kvöldið liður, er þar fremur mannfátt. Mannvaðurinn og lífið og fjörið safnast nú að skemmti- og veitingahúsunum. Sjónleikjahúsin smáfyHast, en allur fjöldi þeirra, er hafa i hyggju að gjöra sjer glatt kvöld, streymir þó fyrst og fremst að skemmtihúsum þeim, er trúðar leika listir sinar, lesa sig eptir lausum köðlum hátt í lopt upp, hoppa og dansa á örmjóum þráðum yfir höfði áhorfenda, henda beitta hnifa á lopti og sýna margs kyns töfra- brögð. Sitja áhorfendur við smáborð og geta jafnframt því, er þeir njóta skemmtunarinnar, fullnægt munni sinum og maga eptir lyst og efnahag. Eptir hvern leik kveður við lófaklapp, óp og háreysti, svo brestur og gnestur i salnum. Margir leita og til veitingahúsanna og er þar hægur nærri, þvi drykkjustofur eru að heita má í þriðja, fjórða hverju húsi. Er drykkjuhúsum þessum svo margvíslega háttað, að hver maður getur sniðið sjer stakk eptir vexti-og kosið eptir geðþótta sínum og efnahag. Par eru drykkjustofur með logagyltum og rósmörkuðum veggtjöldum, mjúkum legubekkjum, silkiklæddum hægindum, snjóhvitum marmaraborð- um og hvers kyns skrauti. Baða rafmagnslampar þeir, er hanga þar til og frá, allt í hvítu, skinandi töfraljósi. Þrýsti gestirnir með fingri sínum >

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.