Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 71

Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 71
7i við þau eða segja þeim sögur og leitast við að veita þeim tilsögn og leiðbeiningu i ýmsu, er að gagni má koma. Víða fá börnin og mæður þeirra á stofum þessum mjólkursopa eða grautarspón til hressingar einhvern tima dagsins. En þótt nú aragrúi sje af fjelögum þessum og hjálparstofnunum, fer þvi þó fjarri, að það nægi. Taka sig þá enn til ýmsir listamenn og halda skemmtisamkomur; er ágóðinn látinn renna til fátækra og safnast opt mikið fje á þann hátt. En þrátt fyrir alla þessa ósjerplægni og örlæti er hitin seinfyllt, og er engu likara en samskotin renni niður í botnlausa gjá, þvi enn er fjöldi sultarmaga, er eigi verður fullnægt. Verkamenn þeir, er næga atvinnu hafa allt árið umkring, mega, eins og fyrr er sagt, vel af komast og lifa allgóðu lifi, sjeu þeir reglu- samir. Fá sumir þeirra svo ríflegt kaup, að ætla mætti að nægði til lífsuppeldis þótt ærin fjölskylda sje; þó ber hjer þess að gæta, að lífs- nauðsynjar flestar eru dýrar í Kaupmannahöfn. Leitast vinnuveitendur við að færa kaupið sem lengst niður, en verkamenn aptur á móti kosta kapps um að fá það aukið sem mest má verða og lendir málsaðilum opt í illdeilum út af þessu. Nú á síðari árum er það alsiða, að verka- menn i ýmsum löndum myndi fjelög sin á milli svo þeir betur megi fá vilja sinum framgengt. Bjóða þeir opt vinnuveitendum byrginn og leggja niður vinnu sína hópum saman, sje kröfúm þeirra eigi fullnægt. Á hinn bóginn þykir vinnuveitendum og verksmiðjueigendum illt að láta svipta sig stjórninni. Takast þeir höndum saman innbyrðis og láta hart mæta "hörðu. Harðnar rimman á stundum svo, að til stórvandræða horfir, og apturkippur kemur i ýmsar iðnaðargreinir, er opt leiðir til stórtjóns fyrir land og lýð. Er ærið róstusamt í stórbæjum um þær mundir, er verkamenn leggja niður vinnu sína, og gera þeir uppþot eigi allsjaldan. Mismunur sá, er hjer er getið: hið gegndarlausa óhóf og skraut auðkýfinga annars vegar og hin sára neyð verkmanna hins vegar, hefur ýmsu illu til leiðar komið. Má eigi við góðu búast, er svo tilfinnanlega er raskað jafnvægi mannfjelagsins. Hefur ástand þetta vakið uppþot og óeirðir víðsvegar um heim og átt góðan þátt í því, að risið hefur upp harðsnúinn og illvígur óaldaflokkur, er allt vill fótum troða. Ráða þeir, er þann flokk skipa, til að eyða með báli og brandi þessu eiturgrandaða þjóðfjelagi, er þeir kveða byggt á rangindum einum og ójöfnuði, þar sem annars vegar eru auðkýfingar, er eigi vita aura sinna tal, en hins vegar fátæklingar, er þjást sáran af vesöld og örbirgð. Hyggjast þeir svo á rústum þessa þjóðfjelags munu reisa annað nýtt, er byggt skal á mannjöfnuði og bræðrahug, og á þar að ríkja eilifur friður og gleði um aldir alda. Já, laglegt er að heyra, en langt mun að biða! [Framhald síðar.] Jón Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.