Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 4

Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 4
4 hugsað sér. Menn vildu vekja fornöldina upp úr gröf sinni, og þótt ekki væri unt að koma á aftur hinni fornu stjórnskipun, þá vonuðu menn þó því fremur að geta vakið upp aftur hinar fornu listir, skáldskap og vísindi. Ætlunin var eiginlega öllu fremur að likja eftir hinum fornu bókmentum og halda þeim áfram, en að rannsaka þær, gleðjast yfir fegurð þeirra og auðga anda sinn með hugsunum þeirra; menn vildu yrkja sem Vergill, Hóraz og Ovíð, halda ræður sem Demosþenes og Ciceró, rita bréf sem Ciceró og Pliníus og iðka heimspeki í nýju »akademíi« 4, eins og á dögum Platós. Hið andlega lif, sem stefna þessi, húmanisminn, þannig vakti, var að mörgu leyti fagurt og auðugt, og hún hefur verið mjög mikilvæg fyrir vísindalega iðkun málfræðinnar. Þó hafði hún og slæma ókosti. Smámunalegur sjálfbirgingsskapur, hégómagirni og þrætugirni var alltið hjá húmanistunum. I trúarefnum og gagn- vart kirkjunni voru þeir oft hræsnarar; var það einkum hneyxlan- legt að því er snerti páfa þá og kirkjuhöfðingja, er fylgdu húm- anistastefnunni; þessari nýju heiðni fylgdi oft hið mesta lauslæti. Þar við bættist og einn ókostur enn. Menn voru hrifnir af ljóma fornaldarbókmentanna og fyrirlitu því alla hina latnesku vísinda- mensku miðaldanna, svo sem mentunarleysi og skrælingjaskap; menn jusu svívirðulegri smán yfir latínumál það, sem hún birtist á, og var það hvergi nærri svo að verðleikum, sem margir enn hyggja. En það var ekki nóg með þetta, heldur fyrirlitu menn og algjörlega hinar nýju þjóðtungur og sagnarit þau og skáldrit, er byrjað var að rita á þeim málum; en þau höfðu þó þann ómissandi kost allra bókmenta, að þau áttu sér rætur i þjóðlifinu; lá jafnvel við að Petrarca og Boccació að lyktum skömmuðust sin fyrir hinar fögru ritsmíðar sínar á ítalskri tungu, og teldu það tjón mikið, að Dante haíði ekki ort kvæði sitt á latínu. Þessi andhælisskapur varð upphaf hinnar miklu flokkaskiftingar hjá öllurn þjóðum, sem varð æ rneiri á næstu öldum: annars vegar var há- göfugur flokkur lærðra manna, er sköpuðu hinar nýju klassisku bókmentir og nutu þeirra, en þær urðu meir og rneir að óeðli- legum vermihúsgróðri. Hins vegar var alþýðan, sem ekki gat skilið þessar bókmentir, og var ekki hirt neitt um andlegar þarfir 1 Gríski heimspekingurinn Plató kendi á stað þeim er »Akademia« hét, rétt hjá Aþenuborg; festist þetta nafn við skóla hans og aðra frjálsa vísindaskóla. ÞÝÐ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.