Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 8

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 8
hinn fagra búning þeirra og bæta með því smekkvísi sína og auðga anda sinn, en stælingin varð að minsta kosti aukaatriði. Nám latínu og latneskra bókmenta snerist ósjálfrátt í sömu stefnu; þó reyndu menn enn þá að læra rnálið svo, að þeir gætu notað það í ræðum og ritum, einkum vegna prófanna. En þetta gekk ekki eins liðlega við lægri skólana. Raunar viidu sumir nýhúman- istar einnig gjöra grískuna að aðalmálinu þar og byrja kensluna með henni; en latínan hélt þó yfirráðunum vegna gamals vana og vegna þess, að surnir voru svo skynsamir, að þeir sáu að rás viðburðanna leyfði ekki að umhverfa þessu þannig. Að vísu batnaði kensluaðferðin, og í orði var það oft tekið fram, að aðal- atriðið skyldi vera að lesa rit höfundanna og kynnast hugsunum þeirra, en í reyndinni urðu það stílæfingarnar, öldungis eins og áður. Og grískan hlaut þvi miður að feta alt of mjög í fótspor latínunnar; grískar stílæfingar voru teknar upp og þar með mál- fræðisstagl. I einstöku skólum kendu menn nálega ekki annað en latínu og grísku, og létu allar aðrar námsgreinir sitja svo á hakanum, að þær í raun réttri voru hvergi til nema á tímatöfl- unni; þar og hvergi annarsstaðar náðu menn nokkru, sem heitið gat klassisk mentun. En í flestum skólum reyndu menn sam- vizkusamlega að kenna bæði fornmálin og hinar nýju námsgreinir, og varð þá árangurinn harla lítilfjörlegur í hvorutveggja. Læri- sveinarnir urðu að fást við of margt og það var lagt of mikið að þeim, svo að bæði andleg og líkamleg heilbrigði þeirra og þrek beið tjón af. Vér verðum og sjálfsagt að játa, að nýhúmanisminn hafði slæm áhrif á hinar þjóðlegu bókmentir, sem einmitt um þetta leyti tóku að blómgast á Þýzkalandi. Schiller hefur í kvæði einu frægu kvartað yfir því, að nú væru hinir dýrðlegu tímar liðnir, er hinir fögru grísku guðir stýrðu heiminum og voru hver- vetna á ferli. En bæði hann og hinir aðrir miklu samtíðarmenn hans, snillingar gullaldarbókmentanna þýzku, bjuggu grískum goð- um, sagnhetjum og hugsjónum nýtt riki í þessum bókmentum, þar sem þau þó eiginlega áttu ekki heima; með þessu gjörðu þeir þær óaðgengilegri fyrir alþýðu. Heima hjá oss fór á líkan veg, Að vísu leið alllangt frarn á þessa öld, áður en grískan komst í nokkur met við háskólann og í lærðu skólunum, en hin ágætu skáld vor um aldamótin höfðu mikil kynni af þýzku skáldunum og drógu mikinn dám af dálæti þeirra á Forngrikkjum; og þótt vér hefðum ekki Grikki sjálfa hér heima, þá höfðum vér þó i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.