Eimreiðin - 01.01.1899, Side 9
9
þeirra stað hin hálfgrisku skáld, Vergil, Hóraz og fleiri. Afleið-
ingin af þessu hefur orðið sú, að þrátt fyrir auðlegð og fegurð
bókmenta þeirra, er vér höfum fengið frá þeim, getur alþýða, að
minsta kosti nú á tímum, ekki lesið þær án þess að henni finnist
eitthvað annarlegt, óeðlilegt og tilgerðarlegt vera þar; stafar það
mest af því, að skáldin hafa viljað hreykja sjer um of upp á há-
hest fornmentanna, eftir dæmi Þjóðverjanna.
Sem betur fer eru menn nú horfnir frá þessum óeðlilega
skáldskap. En þótt hliðrað hafi verið til á ýmsa vegu í skólu-
num, til þess að forðast misfellur þær, er nefndar hafa verið, þá
hefur fornmálafræðin alt til síðustu tíma að mestu haldið sæti því
á háskólanum og í lærðu skólunum, er henni var skipað á dögum
ný-húmanismans. Verður þá eðlilega fyrir oss sú spurning: Mun
hún geta haldið þessu sæti framvegis?
Fornmálafræðin er nú stunduð með meiri víðtæki og djúp-
hygni en nokkru sinni áður, en jafnframt sætir hún, svo sem
kunnugt er, hörðum árásum. Er þeim að vísu eigi beint svo
mjög að henni sjálfri sem vísindagrein, eða réttmæti hennar sem
námsgrein við háskólann, en þó láta menn sér stundum um
munn fara, að hún hafi lifað sitt fegursta og verkefni hennar séu
einatt margtuggin. En þvi ákafari eru árásirnar á sæti hennar í
lærðu skólunum. Vér vitum hverjar afleiðingarnar hafa orðið í
Noregi; á Þýzkalandi hefur fornmálafræðin setið hvað fastast, en
jafnvel þar hefur hún orðið að þoka nokkuð á síðustu io árum,
og hefur það ekki gengið orða- eða eftirtölulaust. Að minni
hyggju getur naumast leikið vafi á, hver endirinn muni verða á
þessari hreyfingu, bæði hjá oss og annarsstaðar. Vilji menn ekki
alveg sleppa einingunni í mentun þeirri, er lærðu skólarnir veita,
og stofna mismunandi skóla, er veiti nokkurnveginn jafnan aðgang
að háskólanum (þar á meðal þá einnig skóla, er legðu nálega alla
áherzluna á fornmálin og fornu bókmentirnar), þá rekur að því,
að annað fornmálanna verður alveg að rýma sess sinn
í skólunum, og hitt að nokkru leyti. Grískan mun
fara fyrst; hún hefur nefnilega ekki svo mikið sem aldursrétt á
sér sem námsgrein í skólunum, og er þó sá réttur í sjálfu sér
harla lítilsverður; rás viðburðanna verður og eigi breytt, en hún
hefur ráðist þannig, að sambandið er orðið mjög veikt milli nú-
tímans og grísku mentanna í hinni upprunalegu mynd þeirra,
ekki í hinu latneska gervi þeirra. Aftur á móti hefur latínan