Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 12

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 12
12 mentandi fyrir andann eins og fornaldar bókmentirnar, og auk þess hafa þann kost, að vér eigum miklu hægra með að skilja þær; og þó verður kunnátta í þessum málum æ nauðsynlegri fyrir hvern mann, er viðskifti þjóðanna aukast svo mjög, og einkum alveg ómissandi fyrir hvern vísindamann, vegna hinnar miklu samvinnu Norðurálfuþjóðanna í öllum vísindum. Gætum vér svo bara með því að leggja alt þetta í sölurnar öðlast verulega góða þekking á fornöldinni, sem að sjálfsögðu er nauðsynlegur þáttur í almennri mentun! En öðlumst vér hana þá? Eða getum vér náð henni með fornmálakenslu þeirri, sem nú er, þar sem kensla málanna sjálfra tekur, og hlýtur að taka, svo mikinn hluta tímans? Með því að ég hef áður látið í ljósi álit mitt um þetta, vii ég ekki endur taka það hér, heldur tilgreina það, sem Wilamowitz- Möllendorff, sem ef til vill er mestur fornmálafræðingur nú á tímum, sagði í ræðu einni í Göttingen fyrir nokkrum árum; verð ég þá að minna menn á, að hann talar um ástandið á Þýzkalandi, en þar hefur fornmálakenslan í skólunum verið miklu meiri, næstum helmingi meiri en hjá oss. Hann segir fyrst, að mála- kunnátta sú, sem stúdentarnir ættu að hafa frá skólunum til há- skólans, sé í raun réttri hvergi til nema í burtfararvottorðum þeirra, og verði hann því að kenna þeim hrein og bein undir- stöðustriði við æfingarnar (alveg eins hjá oss!). Og síðan segir hann: »Jafnvel alvörumennirnir á Þýzkalandi vita ógnarlega lítið um fornöldina og hirða enn þá minna um að vita nokkuð um hana. Þeir samræta (identificere) hana svona hér um bil því, sem þeir hafa lært um hana í skólunum. Þetta er að nokkru leyti skólunum sjálfum að kenna. Hve oft heyrist ekki sú hrokafulla og hróplega vitleysa, að skólarnir leiði menn inn í anda forn. aldarinnar. Alveg eins og fornöldin hefði ekki haft nema einn einasta anda, alveg eins og allir þeir rithöfundar, sem lesnir eru í skólunum, t. d. Hómer og Ovíð, hefðu sama anda — og svo þar að auki allir þeir rithöfundar, sem ekki eru lesnir, líka hefðu sama andal Ef fornöldin hefði ekki haft meiri anda og engan annan anda en þann, sem hver skólapiltur á að skilja og hlýtur að geta skilið, þá ættu fullorðnir menn sannarlega að fá að vera í friði fyrir honum. En auk þess koma og skólarnir öðru illu til leiðar, án þess að þeim þó verði gefin sök á því, og verða stór- skáld vor því miður að gjalda þess nú: einmitt af því að rit þeirra eru lesin svo mikið í skólunum, hættir mönnum við að halda,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.