Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 12
12
mentandi fyrir andann eins og fornaldar bókmentirnar, og auk
þess hafa þann kost, að vér eigum miklu hægra með að skilja
þær; og þó verður kunnátta í þessum málum æ nauðsynlegri fyrir
hvern mann, er viðskifti þjóðanna aukast svo mjög, og einkum
alveg ómissandi fyrir hvern vísindamann, vegna hinnar miklu
samvinnu Norðurálfuþjóðanna í öllum vísindum. Gætum vér svo
bara með því að leggja alt þetta í sölurnar öðlast verulega góða
þekking á fornöldinni, sem að sjálfsögðu er nauðsynlegur þáttur í
almennri mentun! En öðlumst vér hana þá? Eða getum vér
náð henni með fornmálakenslu þeirri, sem nú er, þar sem kensla
málanna sjálfra tekur, og hlýtur að taka, svo mikinn hluta tímans?
Með því að ég hef áður látið í ljósi álit mitt um þetta, vii ég
ekki endur taka það hér, heldur tilgreina það, sem Wilamowitz-
Möllendorff, sem ef til vill er mestur fornmálafræðingur nú á
tímum, sagði í ræðu einni í Göttingen fyrir nokkrum árum; verð
ég þá að minna menn á, að hann talar um ástandið á Þýzkalandi,
en þar hefur fornmálakenslan í skólunum verið miklu meiri,
næstum helmingi meiri en hjá oss. Hann segir fyrst, að mála-
kunnátta sú, sem stúdentarnir ættu að hafa frá skólunum til há-
skólans, sé í raun réttri hvergi til nema í burtfararvottorðum
þeirra, og verði hann því að kenna þeim hrein og bein undir-
stöðustriði við æfingarnar (alveg eins hjá oss!). Og síðan segir
hann: »Jafnvel alvörumennirnir á Þýzkalandi vita ógnarlega lítið
um fornöldina og hirða enn þá minna um að vita nokkuð um
hana. Þeir samræta (identificere) hana svona hér um bil því, sem
þeir hafa lært um hana í skólunum. Þetta er að nokkru leyti
skólunum sjálfum að kenna. Hve oft heyrist ekki sú hrokafulla
og hróplega vitleysa, að skólarnir leiði menn inn í anda forn.
aldarinnar. Alveg eins og fornöldin hefði ekki haft nema einn
einasta anda, alveg eins og allir þeir rithöfundar, sem lesnir eru í
skólunum, t. d. Hómer og Ovíð, hefðu sama anda — og svo þar
að auki allir þeir rithöfundar, sem ekki eru lesnir, líka hefðu
sama andal Ef fornöldin hefði ekki haft meiri anda og engan
annan anda en þann, sem hver skólapiltur á að skilja og hlýtur
að geta skilið, þá ættu fullorðnir menn sannarlega að fá að vera
í friði fyrir honum. En auk þess koma og skólarnir öðru illu til
leiðar, án þess að þeim þó verði gefin sök á því, og verða stór-
skáld vor því miður að gjalda þess nú: einmitt af því að rit þeirra
eru lesin svo mikið í skólunum, hættir mönnum við að halda,