Eimreiðin - 01.01.1899, Page 15
!5
málaráðaneytisins, og hefur í mörg ár verið prófdómandi í forn-
málunum við burtfararpróf í öllum latínuskólum i Danmörku. En
þar sem prófessor Gertz á einum stað í ræðu sinni getur þess, að
hann hafi áður látið í ljósi álit sitt á þessu máli, er hann vilji
ekki vera að endurtaka nú, þykir oss einnig hlýða, að skýra frá
því, hvað hann þá hefur sagt, með þvi að fáir íslendingar mundu
annars eiga kost á að kynna sér það.
Það, sem prófessor Gertz á hér við, er álitsskjal kensluráðsins
til kensluráðaneytisins 28. sept. 1889. Eað ár hafði kensluráða-
neytið beðið bæði kensluráðið og alla skólastjóra í landinu, að
láta uppi álit sitt um það, hvort ekki mundi réttast að afnema
alla kenslu í grískri tungu í skólunum og gera ýmsar aðrar breyt-
ingar á kenslunni í skólunum. Svörin urðu mjög mistnunandi
og yrði oflangt mál að fara að skýra hér frá hinum ýmsu skoð-
unum, er fram komu, enda kemur sumt í þeim oss Islendingum
ekkert við. Vér viljum því að eins minnast á álit kensluráðsins á
fornmálakenslunni.
í kensluráðinu eru 3 menn: prófessórarnir Gertz (prófessor í
latínu og grísku), Julius Petersen (prófessor í stærðfræði) og /. Palu-
dan (prófessor í bókmentasögu og fagurfræði). Þeir gátu ekki
orðið á eitt mál sáttir í öllum greinum og skiftist því kensluráðið
í meirihluta (Gertz og Petersen) og minnihluta (Paludan). Aleit
minnihlutinn að vísu þörf á ýmsum breytingum, en að enn væri
ekki tími til kominn að gera þær, og grískunni gæti hann ekki
ráðið til að sleppa, þar sem engin þjóð í öllum heiminum hefði
gert slíka tilráun, og einkum af því að það kæmi í bága við þarfir
guðfræðinganna. Meirihlutinn réð aftur á móti tii að gera ýmsar
breytingar á kenslu og fyrirkomulagi skólanna, sem hér yrði
oflangt upp að telja, og látum vér oss því nægja að tiifæra einn
kafla úr álitsskjali hans, þann er ræðir um griskukensluna.
Eins og kunnugt er, skiflast allir latinuskólar Dana nú í tvær
deildir: mála- og sögudeildina, sem lærir latínu og grísku í líkum
mæli og lærisveinar latínuskólans í Reykjavík, og stœrðfrœðis- og
náttúruvísindadeildina, sem enga grísku lærir og minna í latinu en
hin deildin, en lærir að því skapi meira í stærðfræði og náttúru-
vísindum. Eftir að meirihlutinn nú hefur ráðið til að afnema
þessa tvískifting og láta alla lærisveina skólans njóta nokkurn-
veginn sömu kenslu, segir svo í álitsskjali hans: