Eimreiðin - 01.01.1899, Side 17
17
miðbik þessarar aldar, sökum þess hve samgöngurnar millum
þjóðanna í álfu vorri eru orðnar greiðar og ferðalögin tíð, en
viðdvölin oft stutt. Menn verða að hafa fengið svo mikinn und-
irbúning, að menn þurfi ekki að standa sem heyrnar- og mál-
leysingjar frammi fyrir útlendingum, jafnskjótt og komið er út
fyrir landsteinana, heldur geti nokkurn veginn fljótt opnað eyrun
og sett tunguna á stað, þó málið kunni að verða ekki sem full-
komnast. — Og þennan undirbúning verður skólinn að nokkru
leyti að veita.
En ef nú á að kenna öllum lærisveinum stærðfræði og eðlis-
fræði gegnum allan skólann, og eins að minsta kosti tvö af
nýju málunum, en tala kenslustundanna yfirleitt hins vegar ekki
verður aukin að neinum mun; þá eru, að því er við fáum
séð, engin önnur úrræði til þess að rýma til og komast
hjá að ofhlaða á lærisveinana, en einmitt þau, sem
ráðaneytið hefur bent á: að breyta kenslunni í forn-
málunum eða fella nokkuð af henni í burtu. Við
komum þá að annari aðalspurningunni í bréfi ráðaneytisins,
spurningunni um afnám griskukenslunnar eins og hún
er nú. Við getum ekki annað en fastlega ráðið til,
að þetta stig sé stigið, og stigið fyllilega og sleitu-
laust.
Ef meiningin hefði verið sú, að menn ætluðu að
svifta lærisveinana sérhverju tækifæri til þess að kynn-
ast fornbókmentum Grikkja og mentalífi (nema að því
leyti sem þekking á mentalífi þeirra fengist með sögukenslunni),
þá mundum við, að minsta kosti sem stendur, jafnfastlega
ráða frá því, að þetta stig væri stigið. En það verður
varla um of brýnt fyrir mönnum og áherzla á það lögð, að mein-
ingin er alt önnur. Menn vilja aðeins láta hætta við að
lesa bókmentarit Grikkja á grísku, eins og nú er gert í
skólunum.
Þeim skjátlast herfilega, sem eru að reyna að verja grísku-
kensluna í skólunum, sérstaklega í þeim mæli og í
þeirri mynd, sem hún nú er í, með því að bera fyrir sig,
hve afarmikla þýðingu grískar bókmentir hafi jafnan frá því i
fornöld haft fyrir menningarþroska Norðurálfunnar, og einkum
og sérilagi á einstökum tímabilum sögunnar. Þessi ástæða gæti
því að eins átt við, að hér væri um það að ræða, að láta læri-
2