Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 23

Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 23
23 erfiðleikunum við lestur þeirra byrginn. Og svo verður afleiðingin sú, að, þegar málfræðingarnir eru frá skildir, fæst enginn1 við lestur grískra rita, úr því skólanum sleppir. Og með því að griskan heldur ekki stendur í neinu sambandi við sérnám stúdent- anna á háskólanum, missa menn skjótt algerlega þau lítilfjörlegu skilyrði, sem rnenn höfðu fyrir að skilja gríska bók, hversu létt sem hún kann að vera. Eigi allfáir geta meira að segja að nokk- rum árum liðnum varla einu sinni lesið upp grískan texta. Slíku er hvorki að gegna með latínuna né nokkurt hinna nýrri mála, af því menn jafnan fá tækifæri til að hverfa að þeim á ný. Og jafnvel þó einhverjar aðrar af námsgreinum skólans séu teknar til samanburðar, munu menn tæplega geta nefnt neina, er ekki beri langt um meiri og varanlegri ávexti fyrir eftirtímann. Gætu menn, eins og gert er í latinuskólunum á Þýzkalandi, varið 6 stundum á viku í 7 ár til grískukenslunnar, þá mundi árangurinn geta orðið að verulegu gagni, þó því yrði reyndar ekki neitað, að slík mentun fjarlægði lærisveinana alt of mikið frá nútíðarlífinu, og það því hlyti að draga nokkuð úr gildi hennar. En náttúrlega getur engum í alvöru dottið í hug að fara að grípa til þeirra úrræða, til þess að bæta úr ástandi því, sem nú er og litt er við unandi. Og að fara að bæta einum 4 stundum eða þar um bil við hina núverandi stundatölu er algerlega gagnslaust. Minki maður hins vegar hina núverandi stundatölu nokkuð, getur grískukenslan ekki orðið annað en eintómt málfræðis og orðastagl, og af því höfum við áður nóg bæði í latínunni og nýju málunum. Þess vegna getum við heldur ekki með nokkru móti fallist á þær tillögur, sem koma fram í sumum álitsskjölunum í þessa átt. Það eru þá engin önnur úrræði eftir, en annaðhvort að láta alt haldast eins og það er nú, eða að fara þá leiðina, sem ráðaneytið hefur bent á. Því skal nú alls ekki neitað, að sá árangur, sem kenslan — auk hinna málfræðislegu æfinga — í raun og veru ber, og er sá eini, sem hún getur borið, eins og nú er á statt, geti verið þó nokkurs virði, þó þekkingin sé ekki sérlega djúpsett, heldur mest 1 Guðfræðingarnir koma sem sé ekki til greina í þessu efni. Þeir fást að eins af nauðsyn og algerlega einvörðungu við eitt einstakt grískt rit með frá- brugðnu máli, og þeir munu hvorki fyrir það verða færari um að lesa áfram í öðrum grískum ritum, né viðhalda hæfileika sínum til þess. Þær einstöku undantekningar frá þessari reglu, sem eðlilega geta átt sér stað, geta alls ekki komið til greina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.