Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 26
2 6
hvílíku afli hann verður að sökkva sér niður i hin einstöku atriði,
og hve þrásinnis þá, svo hann jafnvel sjálfur verður forviða, getur
brugðið nýju ljósi yfir margt það, er hann áður haíði ekki tekið
eftir, þegar hann, sökum sinnar miklu kunnáttu í málinu, fór
fljótar yfir ritið, án þess að gera nokkra tilraun — ekki einu sinni
í huganum — til að snúa því á sína eigin tungu. Og að öllu því,
sem hann þannig hefur uppgötvað, getur hann komið orðum á
móðurmáli sinu, ef hann á annað borð hefur það á valdi sínu, og
getur þannig látið þá, sem lesa þýðingu hans, fá meiri not af lest-
rinum, en menn vanalega fá af lestri útlendra rita á frummálinu,
hve vel sem þeir kunna að vera að sér í því.«
Eftir að meiri hluti kensluráðsins því næst hefur gert grein
fyrir, hvernig hann álítur að þessari nýju kenslu í grískum fræð-
um verði fyrir komið, fer hann að ræða um afstöðu þeirra stú-
denta til háskólans, er engrar kenslu hafi notið í grískri tungu.
Segir hann, að þeir af þeim, sem ætli sér að stunda fornmálin,
verði að byrja þar frá rótum á grískunni, enda séu ekki meiri
vandkvæði á því með hana en ýms önnur mál, t. d. sanskrít, he-
bresku og rússnesku. Engin ástæða sé heldur til þess, að bera
sérlegan kvíðboga fyrir því, að þetta muni lengja námstímann að
miklum mun. Til þess að afla sér jafnmikillar kunnáttu í grískri
tungu og piltar fái í skólanum, þurfi ekki nema hálfs árs viðbót
við námstíma þeirra á háskólanum, og er sýnt fram á það bæði
reikningslega og á annan hátt. Og skyldi mönnum vaxa þessi
lenging námstímans í augum, þá megi liðka eitthvað til um kröfur
þær, sem gerðar eru til málfræðinganna við embættispróf þeirra.
Því -næst segir svo í álitsskjalinu:
»Svo koma þá guðfræðingarnir. Við getum fallist á það,
sem Lefolii rektor hefur látið í ljósi, er hann álítur það vafamál,
hvort það sé yfir höfuð nauðsynlegt eða holt fyrir allan fjöldann
af prestunum að geta lesið testamentið á frummálinu. Þetta getur
hjá mörgum vakið þá röngu og þá um leið skaðlegu ímyndun, að
þeir sökum þekkingar sinnar á frummálinu séu færir um að búa
til sjálfstæðar skýringar yfir ritninguna, sem þeir þó alls ekki eru
færir um. Það getur aldrei orðið nema lítill minnihluti, er fengist
getur við sjálfstæða rannsókn testamentisins, er bygð sé á djúp-
settri málfræðislegri þekkingu. Og menn verða þó jafnan fyrst og
frernst að sjá fyrir því, sem flestum má að gagni koma. En jafn-
vel þó menn vilji halda því fram, að guðfræðingarnir geti alment