Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 31

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 31
I 3i sama ferð á hendur, til þess að láta prófa sig, og eru svo gerðir afturreka fyrir vankunnáttu í latneskum stíl, þó þeir hafi staðið sig fullviðunanlega í öllu því, sem reglugjörðin heimtar til inn- tökuprófs. Þetta kvað hafa komið fyrir, og komi það ekki fyrir á hverju ári, þá er það af því einu, að heigulskapurinn er svo mikill hjá þeim, sem að piltunum standa, að þeir beygja sig fyrir óréttinum. En þetta má ekki lengur svo búið standa. Menn verða að róa að því öllum árum, að byggja grískunni og latneska stílnum út úr skólanum, og auk þess minka kensluna í latinu að öðru leyti. Þetta fornmálatildur er nógu lengi búið að standa oss fyrir þrifum og vera því til fyrirstöðu, að æskulýður vor fengi gagn- lega sanna mentun. Þvi sú mentun, sem lærisveinar skólans nú fá, er að sumu leyti lítið annað en ímyndunin ein. Ef vér eigum að geta bygt nokkra verulega framfaravon á æskulýð landsins, þá verðum vér að veita honum þá undirstöðumentun, sem mest nauð- syn er á í nútíðarlífi manna. En það er fyrst og fremst þekking á náttúruöflunum og kunnátta i nútíðarmálum stórþjóðanna, eink- um þeirra, er næstar oss eru og vér höfum mest við að skifta. Það verður aldrei fornmálatildrið, sem kennir sonum vorum að nota þá stórkostlegu náttúrukrafta, sem land vort er svo auðugt af, heldur aukin kunnátta í náttúruvísindunum, þeim fræðum, sem allar hinar mestu framfarir nútímans byggjast á. Þvi lengur sem vér drögum að veita æskulýð vorum nægilega mentun í þessum fræðum, því lengur getum vér búist við að verða fátækir halalallar og einskismegandi undirlægjur annara þjóða. Menn kunna nú að segja sem svo, að það muni verða ár- angurslítið að berjast á móti grísknáminu, þar sem stjórn Islands hafi á umliðnu ári neitað um staðfesting á lögum frá alþingi, er fóru fram á að afnema það. En menn verða að gæta þess, að stjórnin gerði þetta eftir tillögum kennara, stiftsyfirvalda og landshöfðingja. Það eru því hin innlendu stjórnarvöld, sem aðallega hafa orðið þessum lögum að fótakefli. Yrðu þau með afnárni grískunámsins, mun stjórn íslands í Kaupmannahöfn trauð- lega rísa öndverð gegn því. Vér höfum sem sé fyrir satt, að bæði stjórn Dana, háskólinn og mikill fjöldi af hinum dönsku skóla- stjórum sé þessari breyting mjög sinnandi, og að í bruggerð sé, að koma henni á í dönskum skólum innan skamms, ef til vill þegar á yfirstandandi ári. Og þegar svo er komið, er engin ástæða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.