Eimreiðin - 01.01.1899, Page 31
I
3i
sama ferð á hendur, til þess að láta prófa sig, og eru svo gerðir
afturreka fyrir vankunnáttu í latneskum stíl, þó þeir hafi staðið
sig fullviðunanlega í öllu því, sem reglugjörðin heimtar til inn-
tökuprófs. Þetta kvað hafa komið fyrir, og komi það ekki fyrir
á hverju ári, þá er það af því einu, að heigulskapurinn er svo
mikill hjá þeim, sem að piltunum standa, að þeir beygja sig fyrir
óréttinum.
En þetta má ekki lengur svo búið standa. Menn verða að
róa að því öllum árum, að byggja grískunni og latneska stílnum
út úr skólanum, og auk þess minka kensluna í latinu að öðru
leyti. Þetta fornmálatildur er nógu lengi búið að standa oss fyrir
þrifum og vera því til fyrirstöðu, að æskulýður vor fengi gagn-
lega sanna mentun. Þvi sú mentun, sem lærisveinar skólans nú
fá, er að sumu leyti lítið annað en ímyndunin ein. Ef vér eigum
að geta bygt nokkra verulega framfaravon á æskulýð landsins, þá
verðum vér að veita honum þá undirstöðumentun, sem mest nauð-
syn er á í nútíðarlífi manna. En það er fyrst og fremst þekking
á náttúruöflunum og kunnátta i nútíðarmálum stórþjóðanna, eink-
um þeirra, er næstar oss eru og vér höfum mest við að skifta.
Það verður aldrei fornmálatildrið, sem kennir sonum vorum að
nota þá stórkostlegu náttúrukrafta, sem land vort er svo auðugt
af, heldur aukin kunnátta í náttúruvísindunum, þeim fræðum,
sem allar hinar mestu framfarir nútímans byggjast á. Þvi lengur
sem vér drögum að veita æskulýð vorum nægilega mentun í
þessum fræðum, því lengur getum vér búist við að verða fátækir
halalallar og einskismegandi undirlægjur annara þjóða.
Menn kunna nú að segja sem svo, að það muni verða ár-
angurslítið að berjast á móti grísknáminu, þar sem stjórn Islands
hafi á umliðnu ári neitað um staðfesting á lögum frá alþingi, er
fóru fram á að afnema það. En menn verða að gæta þess,
að stjórnin gerði þetta eftir tillögum kennara, stiftsyfirvalda og
landshöfðingja. Það eru því hin innlendu stjórnarvöld, sem
aðallega hafa orðið þessum lögum að fótakefli. Yrðu þau með
afnárni grískunámsins, mun stjórn íslands í Kaupmannahöfn trauð-
lega rísa öndverð gegn því. Vér höfum sem sé fyrir satt, að bæði
stjórn Dana, háskólinn og mikill fjöldi af hinum dönsku skóla-
stjórum sé þessari breyting mjög sinnandi, og að í bruggerð sé,
að koma henni á í dönskum skólum innan skamms, ef til vill
þegar á yfirstandandi ári. Og þegar svo er komið, er engin ástæða