Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 43
43
þar sem ákvæði um þetta vantar í stjórnarskrána, þá hlýtur um
það að fara eftir ákvæðum alríkislaganna. I stjórnarskránni er
hvergi tekið fram, hvernig undirbúningur laga undir staðfesting
eða annara mikilsvarðandi stjórnarmálefna, er konungur ræður til
lykta, eigi fram að fara. Hvort hann eigi fram að fara i ríkis-
ráðinu eða utan þess og i samráði við Islandsráðgjafann einan.
En um þetta eru fastákveðnar reglur í alríkislögunum (15.-16.gr.),
og þær hljóta því einnig að gilda um meðferðina á sérmálum ís-
lands, úr því að hér er eyða í stjórnarskránni. í stjórnarskránni
er heldur ekkert ákvæði um það, hvernig sjálf staðfesting laganna
skuli fara fram, hvort undirskrift konungs eins sé nægileg til þess
að veita frumvörpum og ályktunum alþingis lagagildi, eða undir-
skrift íslandsráðgjafans sé líka nauðsynleg. Það liggur nú í augum
uppi, að þetta getur ekki verið komið undir geðþekni konungs,
heldur verður það að vera lögbundið. Og þar sem engin ákvæði
eru um þetta í stjórnarskránni, þá hljóta ákvæði alríkislaganna
(15.gr.) líka að gilda í þessu efni, en þau fyrirskipa, að undirskrift
ráðgjafa sé nauðsynleg. Um ábyrgð ráðgjafans er það eitt tekið
fram i stjórnarskránni, að hann skuli hafa ábyrgð á því, að stjórn-
arskránni sé fylgt fy.gr.). Aftur er þar hvergi tekið fram, að hann
skuli bera ábyrgð á öllum þeim ályktunum, er hann undirritar
með konungi né á stjórnarstörfunum yfirleitt. Öllum hlýtur nú
að skiljast, að algerleg vöntun slíkra ákvæða væri óhugsandi, þar
sem um takmarkað einveldi er að ræða, og þar sem þau vantar í
stjórnarskrána, þá hijóta ákvæði alríkislaganna (12—13. gr.) að
gilda i þessu efni.
Af þessu má sjá, að ákvæði stjórnarskrárinnar ná ekki til
allra atriða, er lúta að sérmálum vorum, heldur eru þau í sumum
greinum takmörkuð af ákvæðum alrikislaganna, þó að það séu
þau ein atriði, er ekki verður með sönnu sagt, að ríði i verulegan
bága við það, að vér höfum löggjöf vora og stjórn út af fyrir oss
(að undanskildum ábyrgðarákvæðunum). Þessa verða menn vel að
gæta, þegar um kröfur vorar er að ræða og þann réttargrundvöll,
er vér verðum að byggja þær á.
Samkvæmt þessu er það meðal annars alríkislagaboð, að öll
lög og mikilsvarðandi málefni skuli borin upp fyrir konungi í
ríkisráðinu, eins hin íslenzku sérmál sem önnur. Af því leiðir
aftur, að ráðgjafinn fyrir ísland verður að eiga sæti í ríkisráðinu.
Að haga þessu öðruvísi riði í fullkominn bága við alríkislögin.