Eimreiðin - 01.01.1899, Page 45
45
Hann játar að vísu, að allar þær eyður í stjórnarskránni, er vér
höfum áður minst á, »hlytu að verða fyltar upp eftir meginsetning
dönsku grundvallarlaganna« (Andvari XVIII, 136—141), en hann •
álitur, að þetta verði að eins gert í líking við ákvæði þeirra, en
ekki af því, að þau sjálf gildi fyrir Island. En þessi skoðun er
ekki rétt. Hið sanna er, að fram að 1871 giltu alríkislögin ekki
fyrir Island, af því þau vóru aldrei birt þar að konungs boði. En
með þeim ákvæðum stöðulaganna, að Island skyldi vera óaðskilj-
anlegur hluti Danaveldis og að löggjöf Islands í öllum sameigin-
legum málum skyldi falin hinu almenna löggjafarvaldi ríkisins,
var Islandi smeygt inn undir valdsvið alríkislaganna. Frá þeim
tíma gilda þau því fyrir Island, að því er þessi mál snertir. En
fram að 1874 náðu ákvæði þeirra að engu leyti til sérmálanna eða
meðferðar þeirra (sbr. Eimr. II, 7). En eftir 1874 nær gildi þeirra
til allra þeirra mála og málsatriða, sem engin ákvæði eru um í
stjórnarskránni, samkvæmt sambandi því, sem er á milli stjórnar-
skrárinnar og stöðulaganna. Ef stjórnarskráin heíði verið gerð
dálítið fullkomnari, þegar hún var gefin, og nokkru færri ákvæði
látin í hana vanta, en nú er, þá hefði auðvitað mátt girða fyrir
það, að áhrif alríkislaganna á meðferð sérmála vorra yrðu jafnvíð-
tæk og nú er orðið. En þetta var ekki gert og af því megum
vér nú súpa seyðið.
En þó að forvigismaður benedizkunnar kynni nú að viður-
kenna, að þessu gæti verið þannig varið, þá mundi hann ekki
álíta það fulla sönnun fyrir gildi alríkislaganna. Og ástæðan til
þess er sú, að hann álítur, að stöðulögin sjálf, sem þetta byggist
á, geti ekki verið bindandi lög fyrir Island, af því að þau hafi
verið samin og samþykt af löggjafarvaldi Dana einu og sett með
valdi þvert ofan í mótmæli hinnar íslenzku þjóðar (Andv. XIV, 10).
En þetta er heldur ekki rétt. Enginn minsti vafi getur á því verið,
að stöðulögin séu gildandi fyrir ísland. Að vísu verður því ekki
neitað, að þeim var neytt upp á Islendinga með valdboði, og að-
ferðin við samning þeirra var svo óregluleg, að ekki var nema
eðlilegt, að alþingi mótmælti henni. En þessi mótmæli gátu auð-
vitað ekki raskað gildi laganna (sbr. Eimr. II, 5—8). Að þessi lög
vóru samþykt af ríkisþinginu, kemur oss — að fjárhagsákvæðun-
um undanskildum — alls ekkert við, því ríkisþingið hafði þá enn
ekki fengið neinn rétt til að samþykkja lög fyrir vora hönd. Þann
rétt öðlaðist það fyrst með þessum lögum sjálfum, að því er sam-