Eimreiðin - 01.01.1899, Page 47
47
»óskertum landsréttindum íslendinga«, þar sem búið var að skerða
þessi réttindi með stöðulögunum og þeim gat ekki orðið breytt
nema með samþykki ríkisþingsins. Landshöfðingi réð því þinginu
til, að láta þessi atriði ekki koma fram sem »skilyrði«, heldur að
eins sem bendingar. Og þetta tók svo þingið til greina og breytti
orðunum »þó með þeim skilyrðum« i orðin: »og leyíir þingið sér
að taka sérstaklega fram.« Og svo að enginn vafi skyldi á þvi
leika, að þingið félli frá öllum skilyrðum í þessu efni, tók fram-
sögumaður málsins (sem einmitt var hinn núverandi forvígismaður
benedizkunnar) það skýrt fram í ræðu sinni, að þessi atriði væru
ekki sett sem skilyrði, heldur yrði það að vera á valdi og dsjá
konungs, hvort hann vildi taka þau til greina eða ekki (Alþt. 1873,
I, 329). Nú tók konungur sum af þessum atriðum til greina; en
svo að enginn vafi skyldi á því leika, að hann ætlaði sér ekki að
taka fjórða stafliðinn til greina, þá lýsir hann því yfir í auglýsing
til Islendinga 14. febr. 1874 um stjórnarskrána, að með henni sé
hið íslenzka stjórnarskipunarverk »nú alveg til lykta leitt«. — Af
öllu þessu er auðsætt, að hér er um engan skildaga að ræða. Hann
er tómur heilaspuni benedizkunnar, af því hún hefir þurft á hon-
um að halda.
Samkvæmt öllu þessu framanskráða vonum vér, að öllum
hljóti að verða Ijóst, að stjórnarfyrirkomulag benedizkunnar er
hvorki í sjálfu sér æskilegt, né heldur nokkur von um að fá það i
nánustu framtíð, hver stjórn sem svo situr að völdum í Danmörku
4. Miðlunin ’8y. Þessi stefna vill setja hér á stofn nýlendu-
stjórn í líking við það, sem á sér stað í lýðlendum Breta. Stjórn-
arfyrirkomulagið á, að því er heimastjórnina snertir, að vera alt
hið sama og það, er benedizkan gerir ráð fyrir, landstjóri og ráð-
gjafar, landsráð o. s. frv. Landstjórinn á að geta staðfest öll lög
nema stjórnarskrárbreytingar. En konungur á aftur að geta ónýtt
öll lög, sem landstjórinn hefir staðfest, ef hann álítur þau varhuga-
verð fyrir alríkið, og ef hann gerir það innan eins árs frá því að
lögin komu út. Til þess að þetta geti orðið, á konungur að hafa
við hlið sér nýlenduráðgjafa, sem kallast ráðgjafi fyrir ísland, og
sem á að sitja i ríkisráðinu. Þetta er aðalmunurinn á miðluninni
og benedizkunni. En auk þess fer hún fram á nokkrar aðrar at-
kvæðaminni breytingar, sem ekki gerist þörf að telja hér.
Þessi stefna kom fram í nefnd á alþingi 1889, en frumvarp