Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 49
49
Breta. En þetta er engin sönnun fyrir þvi, að það reyndist ís-
landi vel. Bæði er, að Danir hafa ekki hingað til sýnt sig í því,
að hafa eins gott lag á að stjórna nýlendum sínum og lýðlendum
eins og Bretar, enda hafa og sumar af þeim nýlendum, þar sem
fyrirkomulagið hefir gefist bezt, ólikt meira bolmagn gegn Bretum,
ef ágreiningur risi upp, heldur en vér höfum gagnvart Dönum.
Þessa verða menn vel að gæta og ekki bera það saman, sem ekki
er saman berandi.
En setjum nú svo, að menn vilji ekki láta sannfærast af því,
sem hér hefir verið tekið fram gegn fyrirkomulagi miðlunarstefn-
unnar. Væri þá nokkur von um að það fengist? Einn af forvígis-
mönnum stefnunnar svarar því fortakslaust með jái. Hann segir,
að það sé óhugsandi, að stjórnin mundi neita oss um það, hún
geti það ekki. Þessu hefir bingað til verið erfitt að mótmæla
nema með líkum einum, af þvi að stjórn vor hefir aldrei fengið
tækifæri til þess, að láta skoðun sína á þessu í ljósi. Vér höfum
því gert oss far um að komast eftir, hver skoðun stjórnarinnar
væri. Höfum vér í því skyni þýtt á dönsku grein þá í i. tölubl.
»Nýju Aldurinnar«, þar sem rækilega er skýrt frá stefnunni, og
lagt hana fyrir ráðgjafa Islands, auk þess sem hann mun hafa kynt
sér sjálft miðlunarfrumvarpið. Og hann hefir ótvíræðlega lýst því
yfir við oss, að fyrirkomulag miðlunarinnar gæti alls ekki komið
til greina; það væri engu síður óaðgengilegt en benedizkan, heldur
öllu frekar (»mindst ligesaa uantageligt«). Og þetta hefir hann leyft
oss að hafa eftir sér og um leið getið þess, að hann hafi skýrt
landshöfðingja frá hinu sama. Ef forvigismenn miðlunarinnar því
ekki vilja eða þora að reiða sig á vor orð, þá geta þeir snúið sér
til landshöfðingja og fengið staðfesting á þessu hjá honum.
En þetta er engin sönnun, munu menn svara, fyrir því, að
þetta fyrirkomulag sé ófáanlegt; því ef vinstristjórn kæmist til
valda i Danmörku, þá gæti hún haft aðra skoðun á þessu og álitið
fyrirkomulagið aðgengilegt. En þó að þess konar stjórnarbreyting
yrði (sem reyndar lítil von er urn í bráð), þá eru engin líkindi til,
að annað yrði ofan á. Svo vel vill til, að einn islenzkur ritstjóri
hefir ýtarlega gert grein fyrir stefnunni í víðlesnu dönsku blaði,
og höfum vér í tilefni af þvi fundið að máli nokkra af þeim vin-
striforingjum Dana, er mestrar sanngirni og sjálfstæði vilja unna
oss, og spurt þá um álit þeirra á stefnunni. Og þeir hafa látið í
ljósi, að þeir bæði álitu fyrirkomulag hennar annkannalega ómynd
4