Eimreiðin - 01.01.1899, Page 51
5i
útlendu máli við 7 þaulæfða stjórnmálamenn Dana, sem mæltu á
sína eigin tungu og væru í ákveðnum meirihluta.
Þar sem þessu er þannig varið, eru lítil líkindi til, að niður-
staða sú, sem meirihluti nefndarinnar kæmist að, yrði oss í vil.
Og ef hún yrði oss andvíg, þá væri ver farið en heima setið. Þá
hefði stjórnin fengið sterkan bakhjall í mótstöðu sinni gegn kröf-
um vorum, þar sem væri alt ríkisþingið. Og þá má nærri geta,
að hún léti ekki framar bugast.
Og þó maður nú gerði ráð fyrir, að niðurstaða sú, sem nefndin
kæmist að, yrði oss mjög í vil, og stjórnin svo fylgdi tillögum
hennar, þá væri það þó reglulegt háskaspil fyrir sjálfstæði vora að
samþykkja slíka nefnd. Því ef vér hefðum einu sinni samþykt, að
ríkisþingið, eða ríkisþingmenn tilnefndir af því, skyldi fjalla um
sérmál vor, þá væri með því skapað fyrirdæmi (Prœcedens), sem
hætt er við að yrði gripið til og bygt á síðar meir, ef viðlíka
ágreiningur risi upp milli stjórnarinnar og alþingis. Ef vér hefðum
einu sinni rétt ríkisþinginu höndina, að því er sérmál vor snertir,
þá er hætt við, að ekki yrði auðhlaupið að því fyrir oss, að kippa
henni að oss aftur. Eins og Jón Sigurðsson jafnan hélt því fastlega
fram í hinni fyrri stjórnarskrárbaráttu vorri, áður en stöðulögin
komu út, að vér ættum ekkert að eiga við ríkisþing Dana um mál
vor, heldur við konunginn einan, eins verðum vér nú að halda
því fastlega fram, að enginn nema vér og lögleg stjórn vor haíi
um þau sérmál vor að fjalla, sem samkvæmt stöðulögunum eru
hinu almenna löggjafarvaldi (ríkisþinginu) óviðkomandi. Annars
er sjálfstæði vorri hin mesta hætta búin. Því ef alþingi einu sinni
hefði veitt ríkisþinginu heimild til að skifta sér af sérmálum vor-
um, þá gæti það gert það oftar síðar meir, — ef til vill ótilkvatt
og án samþykkis alþingis.
Stórorðustu blöðin á Islandi mundu sannarlega einhvern tíma
hafa haft það til, að kalla það »landráð«, »uppgjöf landsréttinda
vorra« eða öðrum viðlika fögrum nöfnum, að fara að leggja sér-
mál vor undir atkvæði nefndar, sem skipuð væri að meira en
hálfu leyti dönskum ríkisþingmönnum, er ekki eru að neinu leyti
við þessi mál vor riðnir, og vitanlega hafa ekki næga þekkingu
til að dæma um þarfir vorar.
Yið alt þetta bætist svo í ofanálag, eins og skýrt var tekið
fram á alþingi síðast (Alþt. 1897, B. 672), að um þessa nefndar-
skipun getur nú ekki framar verið að ræða. Þó að stjórnin væri
4*