Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 53
53 óstint, og þótti mönnum breytingarnar fáar, er menn báru þær saman við hina gagngerðu endurskoðun benedizkunnar. Þó var frumvarpið samþykt fyrst í neðri deild með töluverðum breyting- um (og því af sumum kallað nýtt frumvarp) og síðan í efri deild, er breytti því aftur í sama horf og það hafði upprunalega verið í. En þegar það kom til neðri deildar aftur, var það felt þar, þó ein tvö atkvæði vantaði nú á, að það næði líka samþykki þeirrar deildar. En þó að málið fengi þessi úrslit að lokum, má þó svo að orði kveða, að alí þingið féllist á stefnuna sjálfa (ef til vill að einum 4 mönnum undanteknum). Aðeins vildu þeir, sem urðu frumvarpinu að falli, halda fast við hina upprunalegu mynd stefn- unnar, eins og hún kom fram í hinni fyrnefndu ræðu 6. nóv. 1895 (hjá dr. V. G.) og tillögum landshöfðingja 20. des. s. á. Þeir vildu sem sé skjóta inn í frumvarpið þvi ákvæði, að ráðgjafi Islands skyldi ekki mega sitja í ríkisráðinu. Þetta ákvæði hefir síðan verið kallað »ríkisráðsfleygurinn«. Að þessu vildu formælendur frumvarps- ins aftur ekki ganga, með því það var á allra vitorði, að það hlyti að verða frumvarpinu að falli hjá stjórninni, samkvæmt ótvíræðum yfirlýsingum hennar í bréfi til landshöfðingja 29. maí 1897, er vísað var til í boðskap konungs til alþingis. Þessi ágreiningur um »ríkis- ráðsfleyginn« varð því einn málinu að falli, en um stefnuna sjálfa mátti heita að þingið væri alt á einu máli. Þó að þessi stefna fari ekki fram á margar breytingar, þá eru samt kostir hennar eigi allfáir. Til þess að gera sér vel ljóst, hverjir þeir eru, er nauðsynlegt, að athuga núverandi stjórnarfar vort til samanburðar og hverjir megingallar eru á því. Jafnframt verða menn og að hafa hinar aðrar umbótastefnur í huga, og að- gæta, hvernig þessi stefna sneiðir fyrir öll þau sker, sem þær hljóta að stranda á. Hinn tilfinnanlegasti galli á núverandi stjórnarfari voru er sá, hve mjög það er því til fyrirstöðu, að verulegur og happasæll ár- angur geti orðið af löggjafarstörfum alþingis. Eftir hvert einasta þing eru fleiri eða færri af frumvörpum þeim, er þingið hefir sam- þykt, skorin niður af stjórninni, oft til stórmikils hnekkis fyrir framfarir vorar. Þetta stafar sumpart af þekkingarleysi stjórnar- innar á þörfum vorum, þar sem oddviti hennar, ráðgjafinn, er út- lendur maður, sem aldrei hefir land vort séð, ekkert skilur í tungu vorri og verður að hafa löggjafar- og stjórnarstörf vor í hjáverkum. En sumpart stafar það líka af því, að málin eru oft svo laklega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.