Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 56

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 56
S6 Þessa kosti hefir þá valtýskan í samanburði við núverandi stjórnarfar vort. En fram yfir aðrar stefnur hefir hún þá kosti, að hún gengur að engu leyti út fyrir þann réttargrundvöll, er vér nú stöndum ú, án þess þó í einu einasta atriði að gefa nokkra vitund eftir af þeim réttarkröfum, er vér þykjumst með réttu geta gert gegn Dönum. Enn fremur að vér höfum fulla vissu fyrir því, að hún er fáanleg, og um það er okkur nokkuð nýtt í stjórn- arbaráttu vorri. Loks hefir þessi stefna það fram yfir allar aðrar, að hún leggur oss ekki eins eyris kostnað á herðar, heldur þvert á móti losar oss við nokkur útgjöld, sem nú hvíla á landssjóðnum {laun stjórnarfulltrúans á alþingi), þar sem hinar aðrar stefnur eða stjórnarfyrirkomulag þeirra mundu kosta oss afarmikið fé, ef þær annars væru fáanlegar. Enn er ótalið, að þessi stefna girðir fyrir þann feikna kostnað, sem leitt getur af óþörfum aukaþingum. Samkvæmt henni verða aukaþing aldrei haldin, nema þegar annað- hvort full vissa eða þá að minsta kosti mikil von er um einhvern árangur af þeim. Vér vonum, að menn geti af þessu séð, að þessi stefna bæði hefir í sjálfri sér mikla kosti og ræður bót á hinum tilfinnanleg- ustu göllum á stjórnarfari voru, og að hún líka er sú eina hyggi- lega leið, sem hægt er að halda í stjórnarmáli voru, ef nokkur von á að vera um að leiða það til sigurs. II. MÓTBÁRUR GEGN VALTÝSKUNNI. Þó að svo mætti kalla, að alt alþingi 1897 í rauninni féllist á þessa stefnu, og að eins eitt atriði, er vanta þótti, yrði henni að falli, vantaði þó ekki, að mörgum fleiri mótbárum væri hreyft gegn henni. Hinar helztu af þessum mótbárum vóru þessar: 1. Að ráðgjafanum vœri œtlað að sitja í rikisráðinu og að þingið með því að samþykkja frumvarp valtýskunnar »lögfesti« hann þar; 2. að stjórnin hefði gert það að skilyrði fyrir samþykki sínu, að þetta skyldi vera fullnaðarúrslit málsins og loku skotið fyrir frekari umbætur; 3. að engin trygging væri fyrir því, að ráðgjafinn nokk- urn tíma matti á alþingi; 4. að engin trygging væri fyrir því eða jafnvel likindi til þess, að ráðgjafinn yrði íslendingur; 5. að þetta fyrirkomulag miðaði að því, að flytja valdið út úr landinu og 6. að umbœturnar væru svo litlar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.