Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 58
En þetta er, eins og stjórnin hefir svo þrásinnis tekið frarn,
bygt á misskilningi, þó hann sé harla afsakanlegur. Rikisráðsseta
ráðgjafans er einmitt bæði lögleg og óhjákvæmileg. A hverju
byggist nú það? Fyrst og fremst á því, að grundvallarlögin, sem
lika eru alríkislög, skipa svo fyrir, að allir ráðgjafar konungs skuli
eiga setu í rikisráðinu og að þar skuli flutt fyrir konungi öll lög
og mikilsvarðandi stjórnarmálefni (15.—16. gr. grndvl.). Nú er í
stjórnarskrá íslands engin undantekning gerð frá þessari reglu, að
því er snertir ráðgjafa íslands eða sérmál þess, og þar sem engin
ákvæði eru í stjórnarskránni, er lúta að þessu, þá verður að sjálf-
sögðu í þeim efnum að fara eftir ákvæðum grundvallarlaganna
(sbr. bls. 42-3). Þvi grundvallarlögin hafa sem alríkislög með stöðu-
lögunum fengið gildi fyrir Island í öllum sameiginlegum málum.
En til sameiginlegra mála verður að telja alt það, sem »stjórnarskrá
um hin sérstaklegu málefni Islands« nær ekki til eða hefir engin
ákvæði um. Konungur og ríkisráðið er ekki fyrir Danmörku
eina, heldur fyrir alt Danaveldi sameiginlega, og þá einnig fyrir
ísland, sem samkvæmt stöðulögunum er »óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis«. Þar sem nú alríkislögin fyrirskipa, að allir ráðgjafar
konungs skuli eiga setu í rikisráðinu og að þar skuli fyrir honum
flytja öll lög og mikilsvarðandi stjórnarmálefni, þá gæti konungur
ekki á stjórnskipulegan hátt tekið neinn verulegan þátt í löggjöf
og stjórn sérmálanna með ráðgjafa Islands einum utan ríkisráðsins,
nema með því að brjóta alríkislögin eða fá þeim breytt að öðrum
kosti.
þetta játar líka forvígismaður benedizkunnar sjálfur i öðru
veifinu. Þannig segir hann á einum stað (Andv. XVIII, 141):
»Af þessu leiðir, samkvæmt því, sem vér höfum tekið fram, ekki
það, að ráðstefna konungs og íslandsráðgjafa eigi sér ekki stað,
þegar um lagafrumvörp er að ræða, eða að ráðstefnan um slík
mál sé álitin óákvörðuð, og rnegi vera eftir atvikum (fakultativ),
heldur hitt, að um þetta er farið eftir dönsku grundvallarlögunum,
þannig, að ráðgjafinn situr í ríkisráðinu, einmiti þegar sérstök málefni
íslands eru rædd, og hlýtur að fylgja þeim reglum, sem grundvallar-
lögin og venjan hafa sett fyrir hluttöku eins ráðgjafa í ákvörðunum
ráðaneytisins í heild sinni.«
En hvað verður þá um það ákvæði stjórnarskrárinnar, að
Island skuli í sérmálum sínum hafa »löggjöf sína og stjórn út af
fyrir sig« ? munu menn spyrja. Það stendur óhaggað eftir sem