Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 62
62
gjafar til um það en hann einn, enda getur þá ályktun konungs
því að eins fengið gildi og orðið framkvæmd, að einmitt Islands-
rdðgjafinn veiti henni samþykki sitt og undirskrifi hana með kon-
ungi. Enginn annar af ráðgjöfum konungs en hann einn getur
veitt ályktun konungs í íslenzkum sérmálum gildi, enda ber og
Islandsráðgjafinn einn ábyrgðina á slíkri ályktun. Af þessu má
sjá, að engin hætta getur stafað af ríkisráðssetu Islandsráðgjafans
fyrir sjálfstæði vora, og að vér höfum löggjöf vora og stjórn alveg
eins »út af fyrir oss«, þó hann sitji þar.1
En því hefir úr einni átt og verið haldið fram, að af ríkis-
ráðssetu ráðgjafans mundi einnig leiða, að alþingi gæti alls ekki
lögsótt hann. Af þvi að ríkisráðið sé aldönsk stofnun, verði hann
ekki látinn sæta ábyrgð fyrir athafnir sínar þar af öðru ákæruvaldi
en því, er grundvallarlög Dana ákveði (fólksþingi og konungi), né
heldur fyrir öðrum dómstóli en þeim, er þau lög geri ráð fyrir
(ríkisréttinum).
En þessu er auðvitað ekki þannig varið. Það er sem sé
rammskakt, að ríkisráðið sé aldönsk stofnun. Það er meira en
dönsk stofnun, það er líka alríkisstofnun, eins og konungurinn er
ekki einungis konungur Danmerkur, heldur og konungur alls
Danaveldis. Af þvi að grundvallarlögin eru líka alríkislög, þá
verður meðferð allra mála í ríkisráðinu og öll afskifti konungs af
löggjafar- og stjórnarmálum, eins og áður er sagt, að fara eftir
ákvæðum þeirra. Og þar sem engin undantekning er í þessu efni
gerð í stjórnarskrá Islands, þá ná ákvæði alrikislaganna að þessu
leyti einnig til sérmála Islands. Alt öðru máli er að gegna um
ábyrgðina. Að því er hana snertir, er í stjórnarskrá Islands gerð
1 Hinn mikli æsingur gegn ríkisráðssetu ráðgjafans á síðasta þingi virðist því
óskiljanlegri, sem sanna má, að sumir þeirra, er ákafast hömuðust gegn
henni, hafa vitað, að engin atkvæðagreiðsla á sér stað í ríkisráðinu, og að
úrslit íslenzkra mála þar eru alls ekki komin undir því, hvort fleiri eða færri
af ráðgjöfunum eru þeim sinnandi eða ekki, heldur undir íslandsráðgjafanum
einum ásamt konungi. Þetta má sjá af ritlingi skólastjóra Jóns A. Hjalta-
lins: »HVERNIG ER OSS STJÓRNAÐ?«, sem nú hefir í io ár verið
kendur í Möðruvallaskólanum og landshöfðingi kvað hafa yfir farið í hand-
riti, áður en hann var prentaður. Þar segir svo á bls. 9—10: »Síðan leggur
ráðgjafi íslands það (a: frumvarpið) fram í ríkisráði Danmerkurríkis. Sitja í
þvi allir ráðgjafar konungs og ríkiserfingi, sé hann myndugur, en konungur
hefir sjálfur forsætið. Þar md raða frumvarpið. En hvort sem meiri hluti
rdðgjafanna er þvi hlyntur eða eigi, er það nóg til þess, að frumvarpið geti
orðið að lögum, að rdðgjafi tslands vilji undirskrifa það með konunginum.«