Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 66

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 66
66 tilboðið sé þegið. Alt situr að því leyti í sömu skorðum og áður. Slíkrar > lögfestingar« þarf heldur ekki með. Því sannleikurinn er sá, að ráðgjafinn var »lögfestur« í rikisráðinu jafnsnemma og vér fengum stjórnarskrá og með henni sjálfri, samkvæmt sambandi því, sem er á milli hennar, stöðulaganna og alrikislaganna. »Lög- festingin« er því 25 ára gömul og getur því í ár haldið lögaldurs afmæli sitt. Vér þykjumst nú hafa sýnt, að ráðgjafi Islands bæði á að sitja í rikisráðinu og að málum vorum er engin hætta búin af því. En það er ekki nóg með það. Hins verður og að geta, að málum vorum gæti einmitt verið hætta búin af því, ef hann sæti þar ekki. Eins og allir vita, þá heyra hin sameiginlega mál vor að engu leyti undir valdsvið alþingis, heldur undir hið almenna löggjafar- vald (ríkisþingið) eitt. Að því er til stjórnarinnar kemur, heyra þau því heldur ekki undir ráðgjafa Islands, sem ekkert hefir saman við ríkisþingið að sælda, heldur undir hina sameiginlegu stjórn alríkis- ins, ef til 'vill sitt undir hvern ráðgjafa, eftir því sem verkaskift- ingin kann að vera hjá henni. Þetta v-irðast menn ekki hafa at- hugað nægilega; og af ræðum og ritum margra má sjá, að þeir ætla, að sameiginlegu málin heyri undir ráðgjafa vorn. En þetta er ekki svo. Þau verða auðvitað að ganga í gegnum hendur hans t. d. til birtingar fyrir íslendingum, en hann ræður þeim ekki til lykta með konungi. Ef hann nú ekki situr í ríkisráðinu, þá getur hann engin áhrif haft á úrslit þessara mála. En ef hann situr þar, þá á hann sem liður í alríkisstjórninni rétt á að láta þau til sín taka og tala máli vori, ef honum þykir réttur vor fyrir borð bor- inn. í annan stað vita og allir, að ýms af hinum íslenzku sér- málum eru þannig löguð, að þau geta snert hagsmuni bæði Dana og Islendinga, og hafa þannig í sér fólgin sameiginleg atriði, þó þau yfirleitt séu sérmál. Getur nú nokkur látið sér detta í hug, að stjórn alríkisins mundi láta alþingi og ráðgjafa íslands, ef hann ekki sæti í rikisráðinu, skipa þessum málum eftir geðþótta sínum, án alls eftirlits af hálfú alríkisins? Sú mundi sannarlega ekki verða reyndin á; heldur mundi afleiðingin miklu frernur verða sú, að öll íslenzk sérmál yrðu tekin til meðferðar í ríkisráðinu eftir sem áður, án þess að vér værum að spurðir; og þá værum vér þar svo illa settir, að vér ættum þar engan talsmann til að halda fram vorum málstað, ef um einhvern ágreining væri að ræða. Að þetta gæti verið oss hættulegt og málum vorum mikill hnekkir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.